Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaHver verður næsti andstæðingur Gunnars Nelson?

Hver verður næsti andstæðingur Gunnars Nelson?

 

Í undirbúning fyrir næsta bardaga Gunnars Nelson hefur MMA fréttir lagt á ráðin að taka út hvaða veltivigtarmenn eru til taks til að mæta okkar manni. Ekkert hefur verið ákveðið í þessum efnum hver muni mæta honum eða hvenær, en úr herbúðum Gunnars er talað um að líklegast verði næsti bardagi 1. febrúar næstkomandi í Newark, New Jersey. Mennirnir sem er bollalagt um hérna í fréttinni eru allir heilir heilsu að okkar viti og ekki með staðfestan bardaga skv. vefsíðu UFC.

Pascal Krauss
Pascal Krauss átti að vera fyrsti andstæðingur Gunnars í UFC, en Krauss þurfti að draga sig út úr bardaganum vegna meiðsla. Krauss var þá 10-1 í MMA og 1-1 í UFC en hefur síðan þá tapað einum bardaga og unnið einn og er sem stendur með bardagaskorið 11-2 í MMA og 2-2 í UFC.

Jordan Mein
Jordan Mein væri áhugaverður andstæðingur fyrir Gunnar. Mein er 24 ára Kanadamaður sem er þó með 36 bardaga reynslu í MMA og hefur sigrað 27 af þeim bardögum. Jordan er að koma til baka eftir tap gegn Matt Brown á UFC on Fox 7 í frábærum bardaga. Mein er stórhættulegur standandi en hefur verið gagnrýndur fyrir slæma vörn gegn höggum í standandi viðureign. Fyrsti bardagi Mein var á móti Rory MacDonald þegar þeir voru báðir 16 ára gamlir.

Mike Pyle
Gunnar átti að mæta Mike Pyle núna í maí á þessu ári áður en Gunnar meiddist. Pyle barðist í staðinn við Rick Story og sigraði þann bardaga á umdeildum dómaraúrskurði. Pyle er með bardagaskorið 8-4 í UFC og er að koma til baka eftir tap gegn Matt Brown. Pyle hefur unnið 16 bardaga (af 25 heildarsigrum) á uppgjafartaki og væri áhugavert að sjá hann reyna á Gunnar í gólfinu. Þessi 37 ára gamli bardagamaður virðist ekkert vera að hægja á sér þrátt fyrir að hann sé kominn á efri ár en honum hefur verið lýst sem algjöru skrímsli á æfingum.

Hector Lombard
Hector Lombard

Hector Lombard
Koma Lombard í veltivigtina í UFC hefur sett kveikt í mönnum en það er ótrúlegt að svona sver maður nái að keppa í þessum þyngdarflokki. Lombard er fyrrum Ólympíufari í Júdó og er gríðarlega öflugur boxari. Bardagar hans ganga í raun út á það að storma út á móti andstæðningnum og berja hann með miklum krafti og frekju. Gunnar hefur svar við þessu og við á MMA Fréttum værum mjög spenntir að sjá þennan bardaga verða svo lengi sem Lombard nái vigt.

Nate Marquardt
Marquardt hefur verið á toppnum í MMA í langan tíma og hefur barist í veltivigtinni undanfarið ár. Þar áður var hann í millivigtinni þar sem hann barðist m.a. um titilinn í UFC gegn Anderson Silva. Tapi hann næsta bardaga sínum í UFC er líklegt að hann verði leystur undan samningi en hann hefur tapað tveimur í röð í UFC og fjórum af seinustu sex. Það væri áhugavert að sjá hvert bardagi milli þeirra færi.

Erick Silva
Erick Silva hefur verið í þvílíkum bardögum frá því hann kom í UFC og er alltaf spennandi að horfa á hann berjast. Okkur finnst ekki líklegt að Silva og Gunnar mætist í næsta bardaga en það er hins vegar möguleiki þar sem Silva er heill heilsu og ekki með staðfestan bardaga framundan.

John Hathaway
Pennar MMA Frétta telja nánast einróma John Hathaway lang líklegasta mótherja Gunnars. Hathaway er gríðarlega öflugur bardagamaður með árangurinn 17-1 í MMA og er 6-1 í UFC. Hathaway hefur hins vegar ekki tekist að klára bardaga í UFC. Hann er mjög öflugur á öllum sviðum í MMA en myndi sennilega vilja halda bardaganum standandi gegn Gunna. Hathaway er hávaxinn fyrir veltivigtarmann, 187 cm, 10 cm hærri en Gunnar.

John Hathaway
John Hathaway
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular