0

Magnús Ingi meiddur og berst ekki á FightStar

Magnús Ingi Gelezi

Magnús Ingi GeleziMagnús Ingi Ingvarsson hefur því miður þurft að bakka úr bardaga sínum á FightStar um næstu helgi. Magnús átti að berjast um léttvigtartitil FightStar.

Magnús Ingi meiddist í hnénu í síðustu viku og eftir skoðun lækna var honum ráðlagt að draga sig úr bardaganum. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Magnús en hann mun engu að síður fara á bardagakvöldið til að fylgjast með bróður sínum, Bjarka Thor Pálssyni.

Bjarki Thor mætir Alan Procter á FightStar 9 bardagakvöldinu í London þann 29. apríl. Þetta er endurat þeirra frá því í desember en þá sigraði Bjarki eftir að Procter var dæmdur úr leik eftir ólöglegt hnéspark.

Magnús átti að mæta Neri Gelezi frá Frakklandi en vonandi verður Magnús fljótur að jafna sig á meiðslunum.

*Uppfært*

Ekki var um hnémeiðsli að ræða heldur ofþjálfun. Sjá nánar hér:

Ofþjálfun kemur í veg fyrir að Magnús berjist

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply