Friday, April 26, 2024
HomeErlentOrðrómur: UFC heimsækir Dublin í maí - verður Gunnar þar?

Orðrómur: UFC heimsækir Dublin í maí – verður Gunnar þar?

Ansi hávær orðrómur er nú á kreiki að UFC ætli sér að heimsækja Dublin í maí. Bardagakvöldið færi þá fram sunnudaginn 27. maí og má telja líklegt að Gunnar Nelson berjist þar ef bardagakvöldið verður staðfest.

MMA Fighting greinir frá þessu en heimildir MMA Frétta herma að UFC sé þegar farið af stað í leit að bardögum á kvöldið. UFC hefur ekki heimsótt Dublin síðan árið 2015 þegar Paddy Holohan og Louis Smolka voru í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega átti Joe Duffy að mæta Dustin Poirier þá í aðalbardaga kvöldsins en Duffy var rotaður á síðustu æfingunni sinni áður en hann fór til Dublin. UFC reyndi að fá Gunnar og Demian Maia í aðalbardaga kvöldsins það kvöld en Maia glímdi við sýkingu og gat ekki barist við Gunnar á þeim tíma.

UFC heimsótti fyrst Dublin í janúar 2009 en önnur heimsókn þeirra (júlí 2014) var magnað bardagakvöld. Þar sáum við alla Írana og Gunnar vinna sína bardaga en í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Conor McGregor og Diego Brandao.

Verði af kvöldinu er ansi líklegt að Gunnar verði þar. Gunnar er afar vinsæll í Írlandi enda lengi dvalið þar við æfingar en Gunnar er sem stendur í Dublin við æfingar. Gunnar gæti endað í aðalbardaga kvöldsins þar og þá gæti Joe Duffy einnig verið í aðalbardaganum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular