Eftir nokkuð rólegan mars mánuð skiptir MMA heimurinn um gír og gefur aðeins í. Það verður eitt Bellator kvöld, eitt One FC kvöld með Ben Askren í aðalbardaganum, eitt WSOF kvöld, eitt Invicta kvöld og fjögur UFC kvöld.
Það er mikill missir af bardaga T.J. Dillashaw og Renan Barão í bantamvigt en vonandi fáum við þann bardaga í sumar. Einhverjir hefðu kannski viljað sjá endurkomu Quinton Jackson á listanum en andstæðingurinn, Fábio Maldonado, er ekki alveg nógu spennandi. Eins voru Ovince Saint Preux og Patrick Cummins nálægt því að komast inn en þetta eru lúxusvandamál í góðum MMA mánuði. Kíkjum á þetta.
10. UFC 186, 25. apríl – Demetrious Johnson gegn Kyoji Horiguchi (fluguvigt)
Þetta er í fyrsta sinn sem að UFC titilbardagi endar neðst á listanum. Ástæðan er einfaldlega sú að þessi bardagi er allt of einhliða. Koyji Horiguchi er ágætt efni en hann á ekki erindi í Demtrious Johnson.
Spá: Meistarinn afgreiðir Japanann í fyrstu lotu.
Það hefur verið gaman að fylgjast með upprisu Al Iaquinta. Hann hefur allt sem þarf til að komast langt í léttvigt, höggþunga og góða tækni á gólfinu enda lærisveinn Matt Serra og Ray Longo. Hér mætir hann hinum grótharða Jorge Masvidal sem hefur unnið fimm af sex bardögum í UFC og lætur engann valta yfir sig. Báðir hafa unnið þrjá bardaga í röð, Jorge Masvidal vann alla á stigum á meðan Al Iaquinta rotaði alla þrjá.
Spá: Þetta er mjög jafnt en Jorge Masvidal er of seigur og krækir í sigur á stigum.
Michael Bisping bardagar eru alltaf skemmtilegir. Hvort sem hann er laminn eða lemur einhvern annan þá eru alltaf miklar tilfinningar í spilinum. C.B. Dollaway er bardagamaður sem hefur oft verið vanmetinn en getur komið á óvart eins og t.d. þegar hann sigraði Francis Carmont í fyrra.
Spá: C.B. Dollaway er erfiður en Michael Bisping mun halda sig frá honum, nota stunguna og fellivörn og sigra á stigum.
Fyrsti bardaginn á milli þessara tveggja voru ein óvæntustu úrslit í sögu UFC. Mirko ‘Cro Cop’ átti að sigra og fara beint í titilbardaga en fékk þess í stað háspark beint í höfuðið eins og hann sjálfur var þekktur fyrir. Nú fær hann tækifæri til að sanna sig aftur gegn Gabriel Gonzaga en spurningin er hvað hann á eftir 40 ára gamall.
Spá: Þetta er déjà vu bardagi og úrslitin verða það líka. Kanski ekki höfuðspark en Gabriel Gonzaga sigrar á tæknilegu rothöggi í annarri lotu.
Will Brooks sannaði sig með því að sigra Michael Chandler í tvígang. Nú þarf hann að verja titilinn í léttvigt og mætir hér hinum reynslumikla Dave Jansens sem hefur sigrað alla sjö bardaga sína í Bellator.
Spá: Will Brooks mun nota glímuna til að sigra þennan bardaga örugglega á stigum.
Það höfðu margir miklar væntingar til Dustin Poirier en hann er ennþá bara 26 ára og á framtíðina fyrir sér. Þessi bardagi fer fram í léttvigt en Dustin Poirier er því að þyngja sig upp um flokk og mætir hér mjög erfiðum en tiltölulega óþekktum andstæðingi. Carlos Diego Ferreira er þriðju gráðu svartbeltingur í brasilísku jiu-jitsu. Hann hafði sigrað alla ellefu andstæðinga sína fyrir sitt fyrsta tap í hans síðasta bardaga gegn Beneil Dariush.
Spá: Þetta verður ekki auðvelt en Dustin Poirier er nógu seigur á gólfinu til að lifa af og ætti að vera sterkari standandi. Dustin Poirier sigrar á rothöggi í þriðju lotu.
Cub Swanson þarf að endurheimta stöðu sína í fjaðurvigt eftir erfitt tap gegn Frankie Edgar í nóvember. Hann mætir hér hinum skemmtilega Max Holloway sem er búinn að vinna fimm bardaga í röð og hefur aldrei litið betur út.
Spá: Þetta verður fjörugur bardagi, kannski allur standandi. Hann ætti að segja okkur mikið um getustig Max Holloway en tilfinningin er sú að hann sé ekki tilbúinn í Cub Swanson sem sigrar á stigum.
Þessi bardagi er mjög mikilvægur í fjaðurvigtinni. Líklega mun Frankie Edgar skora næst á meistarann (hver sem hann verður eftir 11. júlí) ef hann sigrar Urijah Faber. Næstur í röðinni verður svo sennilega sigurvegarinn af þessum bardaga en báðir þessir kappar hafa barist um titilinn og tapað á undanförnum árum.
Spá: Þetta er mjög jafn bardagi á pappírunum en Chad Mendes hefur litið betur út upp á síðkastið. Hann notar glímuna og sigrar á stigum.
Þetta er heillandi bardagi á milli tveggja glímuskrímsla með ólíkan bakgrunn. Ronaldo ‘Jacare’ Souza er í heimsklassa í brasilíksu jiu-jitsu á meðan Yoel Romero er einn sá besti í ólympískri glímu sem keppt hefur í UFC. Báðir hafa notað bakgrunn sinn í MMA með góðum árangri. Báðir eru ósigraðir í UFC en hver mun hafa yfirhönduna þegar þeir mætast?
Spá: Þetta er erfitt. Jacare er betri alhliða MMA bardagamaður og sigrar á stigum eða eftir uppgjafartak.
Talandi um heillandi bardaga. Þetta er draumabardagi á milli tveggja af bestu spörkurunum í UFC. Lyota Machida þarf varla að kynna, fyrrverandi UFC meistari og kartate undradrengur. Luke Rockhold er fyrrverandi Strikeforce meistari sem hefur aldrei litið betur út. Báðir eru frábærir standandi og mjög góðir í gólfinu að auki.
Spá: Tökum sénsinn. Stærri maðurinn, Luke Rockhold, notar faðmlengdina, nær yfirhöndinni standandi og klárar Lyoto Machida með höggum á gólfinu í fjórðu lotu.