spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAnnasamt haust framundan hjá bardagafólkinu okkar

Annasamt haust framundan hjá bardagafólkinu okkar

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Það verður nóg um að vera hjá bardagafólkinu okkar á næstu mánuðum. UFC, Invicta, Shinobi og Evrópumeistaramótið er það sem er framundan.

Það stefnir í að níu íslenskir keppendur keppi í MMA á næstu mánuðum. Kíkjum á það sem við gætum fengið að sjá á næstu mánuðum.

Invicta FC 19: Það er heldur betur farið að styttast í fyrsta atvinnubardaga Sunnu Rannveigar Davíðsdóttur. Sunna mætir Ashley Greenway föstudaginn 23. september í Kansas á Invicta FC 19. Gríðarleg spenna ríkir fyrir bardaganum enda er þetta stórt tækifæri fyrir Sunnu.

UFC Fight Night 99: Gunnar Nelson berst auðvitað í aðalbardaganum á bardagakvöldinu í Belfast þann 19. nóvember. Dong Hyun Kim er andstæðingur Gunnars og má búast við hörku bardaga. Undirbúningur Gunnars er kominn á fullt og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með okkar manni.

Evrópumótið í MMA: Í fyrra kepptu átta Íslendingar á Evrópumótinu í MMA í Birmingham. Í ár fer mótið fram í Prag, Tékklandi, dagana 22. – 26. nóvember. Mjölnir mun senda keppendur á mótið en í fyrra tóku þau Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir gull í sínum flokki. Egill Hjördísarson, Bjarki Ómarsson, Hrólfur Ólafsson, Bjarni Kristjánsson og Magnús Ingi Ingvarsson eru meðal þeirra sem stefna á mótið í ár.

shinobi-war-9Shinobi War 9: Sama dag og lokadagur Evrópumótsins fer fram heldur Shinobi sitt níunda bardagakvöld. Á síðasta bardagakvöldi þeirra barðist Bjarki Þór Pálsson sinn fyrsta atvinnubardaga. Eftir 23 sekúndna sigur var Bjarka lofað bardaga á þeirra næsta kvöldi sem fer fram þann 26. nóvember. Diego Björn Valencia stefnir einnig á að keppa þetta kvöld sinn þriðja atvinnubardaga en hvorugur er kominn með andstæðing enn sem komið er.

Það er því óhætt að segja að næstu mánuðir verði afar skemmtilegir fyrir bardagaaðdáendur hér heima enda nóg framundan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular