Í gær fékk undirritaður óvænt tækifæri til að kíkja inn í MacMansion. Í þessum pistli munum við aðeins skyggnast á bakvið tjöldin á UFC 189.
Undirritaður ætlaði að hitta Mjölnismennina Jón Viðar Arnþórsson, Harald Dean Nelson og Kjartan Pál Sæmundsson í kvöldmat. Mér var sagt að mæta í anddyri MGM Grand hótelsins. Þegar þangað var komið rak Haraldur á eftir mér og mér hent í einhvern bíl án þess að vita hvert förinni væri heitið.
Í bílnum voru fyrrnefndir Mjölnismenn, Gunnar Nelson, John Kavanagh og unnusta hans. Enn sem komið er vissi ég ekki hver áfangastaðurinn var. Eina sem ég vissi var að við vorum að fara að borða eitthvað.
Áfangastaðurinn reyndist vera hið umtala MacMansion en villan er í leigu hjá Conor McGregor. Þegar þangað var komið sátu þeir Dana White, forseti UFC, og Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC í sófanum.
Fyrir MMA aðdáenda eins og mig var sérstak að taka í spaðann á mönnunum. Stuttu síðar mætti Conor McGregor á svæðið, sveiflandi risastóru sverði.
Conor var sjálfum sér líkur og með stórar yfirlýsingar. Hann ætlar að rústa Chad Mendes á laugardaginn. Þetta er hans tími, hans sýning. Conor blés einnig á þær sögusagnir að niðurskurðurinn væri eitthvað erfiðari en áður. Þetta er allt bara business as usual eins og hann orðaði það.
Í góðan hálftíma spjölluðu þeir Dana og Lorenzo við gesti MacMansion. Þegar ég sá kappana í höllinni óttaðist ég að slæmar fréttir væru í aðsúgi, var Chad Mendes að fara að hætta við? Á endanum var þetta bara vinaleg heimsókn frá eigendum UFC þar sem þeir heilsuðu upp á sína stærstu stjörnu.
Eftir að ég fékk loksins kvöldmatinn tók Gunnar púðaæfingu í bílskúrnum á MacMansion. Það er óhætt að segja að Gunnar hafi litið hrikalega vel út á púðunum og má segja að hann hafi aldrei litið betur út. Gunnar er meira en tilbúinn í slaginn á laugardaginn.
Heppni hundur!!!!