spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSjö af tíu beltum UFC hafa skipt um eigendur á árinu

Sjö af tíu beltum UFC hafa skipt um eigendur á árinu

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Með sigri Conor McGregor á Jose Aldo um helgina höfum við fengið að sjá sjö nýja meistara á þessu ári.

Demetrious Johnson, TJ Dillashaw og Robbie Lawler eru þeir einu sem hafa haldið beltinu sínu á þessu ári. Í öllum hinum þyngdarflokkum UFC höfum við fengið að sjá nýja meistara.

Fjaðurvigt: Conor McGregor rotaði Jose Aldo og varð þar með nýr fjaðurvigtarmeistari UFC.

Léttvigt: Rafael dos Anjos sigraði Anthony Pettis í mars á þessu ári og varð þar með nýr léttvigtarmeistari UFC. Hann ver svo beltið um næstu helgi gegn Donald Cerrone.

Millivigt: Luke Rockhold sigraði Chris Weidman um helgina og varð þar með nýr millivigtarmeistari UFC.

Léttþungavigt: Jon Jones var sviptur titlinum eftir ölvunarakstur. Daniel Cormier sigraði Anthony Johnson um léttþungavigtarbeltið í maí og varði það svo gegn Alexander Gustafsson í október.

Þungavigt: Fabricio Werdum sigraði Cain Velasquez í júní og varð þar með nýr þungavigtarmeistari UFC. Þeir mætast svo aftur um titilinn í mars á næsta ári.

Strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk sigraði Carla Esparza í mars og varð þar með strávigtarmeistari kvenna. Hún varði svo beltið tvívegis á þessu ári.

Bantamvigt kvenna: Holly Holm rotaði Rondu Rousey í nóvember og varð þar með nýr bantamvigtarmeistari kvenna. Hún mun að öllum líkindum mæta Rousey aftur á næsta ári.

Robbie Lawler vann Johny Hendricks þann 6. desember í fyrra og varð þar með nýr veltivigtarmeistari UFC. Þannig að á síðustu 372 dögum höfum við fengið að sjá átta nýja meistara.

Til samanburðar við árið 2014 sáum við aðeins tvo nýja meistara. Fyrst er Johny Hendricks og Robbie Lawler börðust um lausan veltivigtartitilinn og svo þegar TJ Dillashaw sigraði Renan Barao.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular