spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Þór: Gunni er einfaldlega bestur

Bjarki Þór: Gunni er einfaldlega bestur

Bjarki Þór 2
Mynd: Brynjar Hafsteins.

Bjarki Þór Pálsson er einn af íslenska bardagafólkinu okkar. Margir innan íslenska MMA heimsins þekkja til hans en hann hefur barist fimm sinnum í búrinu þar sem hann hefur sigrað fjóra bardaga og tapað einum. Við tókum Bjarka Þór á tal og fengum að skyggnast aðeins inn í líf hans.

Venjulegur dagur hjá Bjarka byrjar klukkan átta og fær hann sér staðgóðan morgunverð. „Ég hleyp síðan út þar sem ég er yfirleitt alltaf seinn. Ég er með einkatíma niðrí Mjölni á daginn og fer svo annað hvort á æfingu í hádeginu eða á kvöldin. Á góðum degi geri ég bæði. Að lokinni hádegisæfingu fæ ég mér að borða á Gló og eftir kvöldæfinguna borða ég kvöldmat og knúsa kærustuna.“

Þegar kemur að undirbúa sig fyrir bardaga breytist líf bardagamannsins. „Ég verð meira einbeittur á alla MMA tækni. Einnig verð ég mjög einbeittur að stunda hugleiðslu og borða rétt. Það fer einfaldlega bara aðeins meiri tími í þær iðkanir heldur en á venjulegum dögum,” segir Bjarki.

Bjarki hefur verið frá búrinu í langan tíma en það er komið um það bil eitt ár síðan hann steig síðast inn í búrið. Ástæða þessa er slæm ofþjálfun. „Það lýsti sér þannig hjá mér að ég fór á eina æfingu og mér leið eins og ég hafi farið á tíu. Síðan fylgdi mikill kvíði, þunglyndi og síþreyta. Þetta er líklega erfiðasta tímabil sem ég hef upplifað hingað til.“

Bjarki segist ekki vita hvernig maður verður fyrir ofþjálfun eða hvort það sé einhver tímamörk. „Það fer eflaust eftir fólki og hvernig þú æfir. Ég til dæmis hlustaði aldrei á líkamann og hélt bara áfram að hanga á honum þangað til hann gaf sig að lokum.“

Íslenski bardagakappinn þurfti þar með að taka þriggja mánaða hvíld alveg frá æfingum en er orðinn 100% aftur í dag.

Sem þjálfari og bardagamaður hefur Bjarki Þór mikla innsýn í hvað er mikilvægt þegar kemur að æfingum í MMA. „Númer eitt er að hafa mataræðið í lagi. Þar á eftir er að vera liðugur og hafa rétta líkamstöðu. Ef þú hefur ekki góðan grunn þá ertu ekki að fara að gera tæknina rétt og munt því líklega enda með að slasa þig. Ég mæli sterklega með vini mínum og nuddara Einari Carl Axelsyni en hann hjálpaði mér mikið í að komast á næsta stig. Svo skiptir miklu máli auðvitað að hafa gaman af því sem þú ert að gera og ekki setja of mikla pressu á sig. Njóta augnabliksins.“

Bjarki Þór
Mynd: Jón Viðar Arnþórsson.

Aðspurður hvort hann eigi ekki einhverja skemmtilega sögu úr æfingum eða keppnisferðum segir Bjarki: „Ég man enga eins og er en það er alltaf skemmtilegt á æfingum og það sem gerist í keppnisferðum verður eftir í keppnisferðum,” segir Bjarki og hlær.

Í júní voru margir UFC bardagamenn að æfa og þar á meðal var írski kóngurinn Conor McGregor. „Það er gaman að æfa með svona góðum bardagamanni en á sama tíma mjög erfitt þar sem maður fær að finna vel fyrir því á æfingum.“ En hvor er betri, Gunnar eða Conor? „Gunni er einfaldlega bestur, það er bara þannig.“

Í haust geta Íslendingar hugsanlega fylgst með Bjarka en hann segist vonandi berjast í ágúst eða september. Bjarki hefur þó ekki miklar áhyggjur af því en hann ætlar hægt og rólega að einbeita sér að ná árangari samhliða því að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Bjarki hefur til þessa aldrei barist atvinnumannabardaga en þar á að verða breyting á. „Vonandi bara í næsta bardaga, það þarf að fara að drífa í því að koma THOR PÁLSSON nafinu á kortið!“.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular