0

Dana White: GSP berst um veltivigtartitilinn þegar hann snýr aftur

Georges St. Pierre mun ekki berjast um millivigtartitilinn þegar hann snýr aftur heldur um gamla góða veltivigtartitlinn. Þetta segir Dana White, forseti UFC.

Fyrrum veltivigtarkóngurinn Georges St. Pierre (GSP) mun fara aftur í sinn gamla þyngdarflokk þegar hann snýr aftur ef marka má orð Dana White. GSP tók sér pásu frá íþróttinni eftir sigur á Johny Hendricks í nóvember 2013. Það var hans níunda titilvörn í veltivigtinni og gaf hann frá sér beltið í kjölfarið.

„St. Pierre mun berjast við hvern þann sem heldur beltinu þegar St. Pierre snýr aftur,“ sagði Dana White við TSN í Kanada.

Demian Maia fékk loforð um næsta titilbardaga í veltivigtinni gegn meistaranum Tyron Woodley eftir sigur hans á Jorge Masvidal fyrr í mánuðinum. Ekki er vitað hvenær sá bardagi á að fara fram.

Eftir nokkurra ára fjarveru staðfesti GSP endurkomu sína fyrr á árinu. UFC tilkynnti skömmu síðar að hann myndi mæta Michael Bisping um millivigtartitilinn í sínum fyrsta bardaga. GSP sagðist hins vegar ekki vera tilbúinn fyrr en í nóvember og því var bardaginn sleginn af borðinu samkvæmt Dana White. Núna er UFC að reyna að setja saman næstu titilvörn Bisping gegn Yoel Romero.

„Við erum að reyna að gera Bisping-Romero bardagann. Ef Bisping getur ekki barist í sumar munum við örugglega gera bráðabirgðartitil (e. interim title) á milli Romero og Whittaker,“ sagði White í sama viðtali.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply