spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDana White: Gunnar er maður margra orða

Dana White: Gunnar er maður margra orða

Screen Shot 2015-07-12 at 01.06.21Gunnar Nelson stóð sig frábærlega gegn Brandon Thatch í gærkvöldi. Gunnar hengdi Thatch í fyrstu lotu eftir að hafa vankað hann standandi.

Gunnar var viðstaddur blaðamannafundinn en flestar spurningar beindust að Chad Mendes áður en Conor McGregor mætti. Gunnar var þó spurður hvernig honum fannst að koma til baka eftir tapið gegn Story og hvort undirbúningurinn hefði verið öðruvísi að einhverju leiti.

„Það var ekkert öðruvísi við undirbúninginn sjálfan. Það voru sumir hlutir sem við þurftum að vinna í eftir Rick Story bardagann,“ sagði Gunnar fámáll. Dana White, forseti UFC, skaut inn í: „Maður margra orða“ og hafði gaman af rólegu yfirbragði Gunnars.

Dana White var spurður hvort hann vildi að allir bardagamenn í UFC væru eins og Conor McGregor. Bardagamenn sem selja bardagann og tala mikinn skít um andstæðinginn. White svaraði því neitandi og sagði að ef allir væru eins og Conor McGregor væri ekkert merkilegt við Conor McGregor.

Skömmu síðar var Gunnar spurður út í upplifunina að berjast í Las Vegas. „Þetta er þýðingarmikið fyrir mig, algjör draumur. Ég var ánægður með bardagann, það var frábært,“ sagði Gunnar og var aftur fremur fámáll og yfirvegaður.

Aftur skaut Dana White inn í sagði Gunnar vera fullkomið dæmi um að ekki allir þyrftu að vera eins og Conor McGregor. „Þegar hann [Gunnar] grípur í hljóðnemann býstu ekki við einhverju stóru, hann segir þér nákvæmlega það sem hann meinar. Helvíti heillandi, dýrka það. Þetta er það sem ég er að tala um,“ sagði Dana White.

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular