0

Demian Maia sendir frá sér yfirlýsingu eftir tapið – ætlar ekki að hætta

Demian Maia tapaði fyrir Colby Covington á UFC bardagakvöldinu í Sao Paulo á laugardaginn. Þetta var hans annað tap í röð en Maia er ekkert á því að hætta.

Eftir slétta viku verður Demian Maia fertugur. Bardagi hans um helgina var hans 33. á ferlinum og er hann sem stendur ansi langt frá titlinum. Hann tapaði fyrir Tyron Woodley í titilbardaga í sumar og má reikna með að hans bestu dagar séu að baki. Hann er þó ekkert á því að hætta og ætlar að halda áfram að berjast.

Maia sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gær á Facebook síðu sinni:

„Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn. Í íþróttum lærir maður alltaf eitthvað og verðum við að vera þakklát fyrir það í sigri sem og í tapi. Ég gerði mitt besta, gerði nokkur mistök og var aðeins of spenntur sem hjálpaði ekki leikáætlun minni. En ég tek samt ekkert frá andstæðingnum mínum sem átti sigurinn skilið. Ég ber höfuðið hátt vitandi það að ég gerði mitt besta og held áfram á mínu ferðalagi. Takk allir!“

Maia er núna 10-4 síðan hann fór niður í veltivigtina árið 2012. Hann á sem stendur einn bardaga eftir af núverandi samningi sínum við UFC.

Colby Covington lét ýmislegt flakka í aðdraganda bardagans og hraunaði yfir Brasilíu í viðtalinu í búrinu eftir bardagann. Covington ræddi þó við Maia bakvið tjöldin og sagði að hann meinti ekkert af því sem hann sagði og væri einungis að selja bardagann. Maia skilur hvað Covington er að gera en benti á að Covington ætti að endurhugsa þessa aðferð.

„Margir bardagamenn gera þau mistök að hugsa um ímynd sína og hvernig þeir eiga að markaðssetja sjálfan sig. Þú getur komið þér á framfæri skynsamlega eins og Conor McGregor og Chael Sonnen. En ég held að það sé fín lína milli þess að rústa ímynd þinni eða byggja hana upp til lengri tíma litið. Ég held að menn séu að hugsa til skamms tíma en þessi stíll hjá Conor felur í sér áhættu,“ sagði Maia eftir bardagann.

„Sonnen var mjög harður bardagamaður. Hann vann næstum því Anderson Silva þegar hann var upp á sitt besta en margir halda að hann hafi ekki verið góður bardagamaður og bara notað kjaftinn. Hann bjó til þá ímynd. Hann bjó til þá ímynd að fólk hélt að hann væri ekki góður bardagamaður. Það er sú áhætta sem menn taka þegar þeir tala mikið.“

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.