Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaFimmti Íslendingurinn bætist á FightStar kvöldið

Fimmti Íslendingurinn bætist á FightStar kvöldið

Fimmti Íslendingurinn var að bætast við FightStar bardagakvöldið nú á laugardaginn. Jeremy Aclipen var að fá sinn fyrsta MMA bardaga með aðeins nokkurra daga fyrirvara.

Það verður nóg um að vera um helgina fyrir bardagaaðadáendur á Íslandi. FightStar 13 bardagakvöldið fer þá fram í London um helgina þar sem fimm Íslendingar berjast.

Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Ingþór Örn Valdimarsson berjast allir atvinnubardaga en Bjarki Þór er í aðalbardaga kvöldsins.

Jeremy Aclipen fékk staðfestan bardaga í gær og kemur inn í stað bardagamanns sem meiddist. Bardaginn fer fram í 68 kg hentivigt en Jeremy fékk símtalið í gærmorgun (mánudag). Hann fær því skamman fyrirvara fyrir sinn fyrsta bardaga en var ekki lengi að segja já þegar símtalið barst. Þá er Bjartur Guðlaugsson einnig í áhugamannabardaga rétt eins og Jeremy.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular