Fimmti Íslendingurinn var að bætast við FightStar bardagakvöldið nú á laugardaginn. Jeremy Aclipen var að fá sinn fyrsta MMA bardaga með aðeins nokkurra daga fyrirvara.
Það verður nóg um að vera um helgina fyrir bardagaaðadáendur á Íslandi. FightStar 13 bardagakvöldið fer þá fram í London um helgina þar sem fimm Íslendingar berjast.
Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Ingþór Örn Valdimarsson berjast allir atvinnubardaga en Bjarki Þór er í aðalbardaga kvöldsins.
Jeremy Aclipen fékk staðfestan bardaga í gær og kemur inn í stað bardagamanns sem meiddist. Bardaginn fer fram í 68 kg hentivigt en Jeremy fékk símtalið í gærmorgun (mánudag). Hann fær því skamman fyrirvara fyrir sinn fyrsta bardaga en var ekki lengi að segja já þegar símtalið barst. Þá er Bjartur Guðlaugsson einnig í áhugamannabardaga rétt eins og Jeremy.
Pétur Marinó Jónsson
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Er Cain ennþá sami bardagamaður árið 2019? - February 15, 2019
- Björn Lúkas fær bardaga í Dubai í mars - February 14, 2019
- Nicolas Dalby undirbýr sig fyrir titilbardaga á Íslandi - February 13, 2019