spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFjögur svört belti gráðuð í Mjölni í kvöld

Fjögur svört belti gráðuð í Mjölni í kvöld

gradun_svartbeltingar-2
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Í kvöld átti sér sögulegur atburður í brasilísku jiu-jitsu á Íslandi. Gunnar Nelson gráðaði fjóra svartbeltinga í Mjölni fyrr í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gunnar Nelson gefur svart belti. Þeir Axel Kristinsson, Bjarni Baldursson, Sighvatur Magnús Helgason og Þráinn Kolbeinsson fengu allir svarta beltið sitt í kvöld. Gunnar er 2. gráðu svartbeltingur undir Renzo Gracie en hann fékk svarta beltið sitt árið 2009.

Fjöldinn allur af beltum var afhentur í Mjölni í kvöld í svo kallaðri járnun. Þeir Eiður Sigurðsson og Ómar Yamak fengu brún belti og þá voru fjölmörg fjólublá belti og blá belti afhent í kvöld.

Fjöldi Íslendinga sem hefur fengið svart belti í brasilísku jiu-jitsu nánast tvöfaldaðist því í kvöld. Áður höfðu þeir Gunnar Nelson, Haraldur Þorsteinsson, Kári Gunnarsson, Arnar Freyr Vigfússon og Ingþór Örn Valdimarsson verið gráðaðir í svart belti.

Við óskum öllum beltishöfum í kvöld til hamingju með beltin sín.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular