spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 mest lesnu fréttir ársins 2014

Föstudagstopplistinn: 10 mest lesnu fréttir ársins 2014

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Í Föstudagstopplista vikunnar ætlum við að skoða tíu mest lesnu fréttir síðasta árs.

10. Einar Karl Arason – Fyrsti Íslendingurinn til að keppa í MMA

Einar Karl Arason er starfandi læknir í Iowa en hann er sennilega fyrsti Íslendingurinn til að keppa í MMA. Lesendur bentu okkur á Einar og fengum við hann í skemmtilegt viðtal.

9. Föstudagstopplistinn: Topp 10 óvenjulegustu atvikin í MMA

Þessi Föstudagstopplisti var afar vinsæll enda skemmtilegt viðfangsefni.

8. Gunnar Nelson hækkar um eitt sæti á styrkleikalista UFC

Eftir sigur Gunnars á Zak Cummings í Dublin í júlí fór Gunnar úr 13. sæti í 12. sæti á styrkleikalista UFC.

7. Greining á Omari Akhmedov

Fyrir bardaga Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov í London greindum við styrkleika og veikleika Akhmedov.

6. Hvar er hægt að horfa á Gunnar Nelson?

Áhuginn á bardögum Gunnars er alltaf mikill. Pennar MMA Frétta fá tíðar spurningar frá vinum og vandamönnum um hvar sé hægt að horfa á bardagann og því skelltum við eina grein sem svaraði þeim spurningum.

5. Myndband: Conor McGregor talar um æfingarnar á Íslandi og fleira

Conor McGregor dvaldi hér á landi í fjórar vikur fyrir bardaga sinn gegn Diego Brandao. Stuttu eftir að hann kom hingað meiddist upphaflegi andstæðingur hans, Cole Miller, og var MMA Fréttir með þeim fyrstu til að fá viðbrögð Conor við meiðslunum.

4. Auður Ómarsdóttir: Gunni vinnur alltaf alla í öllu

Auður Ómarsdóttir, unnusta Gunnars Nelson, var í skemmtilegu viðtali við okkur í aðdraganda bardaga Gunnars í Dublin.

3. Gunnar Nelson kominn í topp 15 í UFC

Eftir sigur Gunnars á Omari Akhemdov í London í mars komst Gunnar á topp 15 á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Frábær viðurkenning fyrir fremsta íþróttamann Íslands.

2. Myndband af rothöggi Magnúsar og ítarlegri lýsing á bardögunum

Þeir Magnús Ingi Ingvarsson, Bjarki Þór Pálsson og Bjarki Ómarsson komu sáu og sigruðu á AVMA bardagakvöldinu í Manchester í október. Þrír glæsilegir sigrar hjá strákunum og vöktu þeir mikla athygli – ekki síst glæsilegt rothögg Magnúsar.

1. Sam Elsdon: Að berjast við Gunnar breytti lífi mínu

Vinsælasta frétt ársins 2014 og vinsælasta frétt MMA Frétta frá upphafi. Sam Elsdon mætti Gunnari Nelson árið 2010 en í viðtalinu sagði hann að bardaginn hefði breytt lífi sínu. Viðtalið birtist í aðdragana bardaga Gunnars í Dublin en margir af helstu fréttamiðlum landsins vitnuðu í viðtalið.

Við þökkum kærlega fyrir lesninguna á síðasta ári og stefnum á að gera enn betur á þessu ári.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular