spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGoðsögnin: Igor Vovchanchyn

Goðsögnin: Igor Vovchanchyn

Eftir einlæga beiðni frá grjóthörðum MMA aðdáanda var ákveðið að Igor Vovchanchyn yrði næsta Goðsögn í nýja vikulega föstudagsliðnum okkar – Goðsögnin.

Igor Vovchanchyn barðist aldrei í UFC og varð aldrei meistari í Pride. Hann er ekkert sérstaklega myndarlegur eða vel byggður og viðtöl við hann voru ekki beint efni í fyrirsagnir. Þrátt fyrir allt þetta er Vovchanchyn á meðal vinsælustu MMA bardagamanna allra tíma. Spurningin er því, hvað er svona sérstakt við kappann?

Vovchanchyn-Igor-PrideTE05-1

Uppruni

Ігор Вовчанчин, eða Igor Yaroslavovych Vovchanchyn, fæddist árið 1973 í smábænum Zolochiv í Úkraínu. Igor æfði ungur frjálsar íþróttir en fór fljótlega að sýna bardagaíþróttum áhuga. Hann æfði fyrst hnefaleika en færði sig að lokum yfir í sparkbox þar sem hann fann sig. Ferill hans í sparkboxi var afar farsæll en þar sigraði hann 61 bardaga og tapaði aðeins tveimur. Það er í raun ekki vitað mikið um þessa bardaga og líklegt að margir af þeim hafi verið án hanska (e. bareknuckle fights). Vovchanchyn var einn af fyrstu sparkboxurunum til að fara yfir í MMA og sigra glímumenn sannfærandi. Einn slíkur sigur kom gegn Adilson Lima, svart belti í Gracie jiu-jitsu, árið 1995 en þá rotaði hann Lima eftir aðeins 56 sekúndur með því að sparka í höfuð hans á meðan Lima var liggjandi. Renzo Gracie var í horninu hjá Lima og taldi það vera ólöglegt að sparka í höfuðið á liggjandi manni og krafðist þess að þeir myndu berjast aftur strax. Það gerðu þeir en Vovchanchyn nefbraut Lima fljótt og var bardaginn því stöðvaður í annað sinn og Vovchanchyn óumdeilanlegur sigurvegari.

Einkenni

Vovchanchyn barðist alla tíð í þungavigt þrátt fyrir að vera aðeins 173 cm á hæð. Hann lítur út eins og The Thing úr Fantastic Four og er álíka höggþungur en hann sigraði 29 bardaga á ferlinum með rothöggi. Viðurnefndið ‘Ice cold’ lýsir honum mjög vel þar sem hann sýndi mjög litlar tilfinningar í hringnum.

igor pride

Stærstu sigrar

Þegar Igor Vovchanchyn var upp á sitt besta var hann einn af bestu þungavigtarmönnum heims. Í sparkboxi sigraði hann 61 af 63 bardögum og í MMA kláraði hann ferilinn með 55 sigra og 10 töp. Á árunum 1996 til 2000 sigraði hann 36 bardaga án þess að tapa. Vovchanchyn keppti mikið í útsláttarkeppnum sem fóru fram á einu og sama kvöldinu en hans besti árangur er án efa þegar hann hafnaði í 2. sæti á Pride Grand Prix 2000 þar sem hann sigraði Gary Goodridge og Kazushi Sakuraba áður en hann tapaði fyrir Mark Coleman í úrslitunum. Bardagar hans við Mark Kerr voru einnig stórir en í þeim fyrsta sigraði Igor Vovchanchyn en bardaginn var síðar dæmdur ógildur eftir ólöglegt hnéspark. Þeir mættust aftur árið 2000 þar sem Vovchanchyn sigraði á stigum.

Verstu töp

Vovchanchyn tapaði hreint út sagt mörgum af hans stærstu bardögum sínum. Tapið fyrir Mark Coleman var slæmt fyrst og fremst út af mikilvægi bardagans. Ef Igor hefði sigrað hefði hann verið fyrsti Pride Grand Prix meistarinn sem hefði verið hans mesta afrek á ferlinum. Versta tapið á ferlinum verður þó að teljast tapið fyrir Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Eftir rúma mínútu í fyrstu lotu fékk Vovchanchyn spark í höfuðið sem rotaði hann með tilþrifum. Ekki bætti úr skák að myndbandið af rothögginu endaði í öllum kynningarmyndböndum Cro Cop og varð ódauðlegt. Cro Cop var þó eini maðurinn sem náði að rota hann í MMA.

kotap

Fáir vita

Vovchanchyn var sagður mikill ólátabelgur þegar hann var í glasi og þekktur fyrir það í þorpinu sem hann bjó í. Ein þjóðsagan segir að þegar Vovchanchyn var fullur var sérstök bjalla í þorpinu sem var hringt til að aðvara þorpsbúa um að Vovchanchyn væri fullur.

Önnur fræg saga af Igor er á þessa leið: Snemma á 10. áratugnum var maður að nafni Baton (gælunafn) sem hafði mikinn áhuga á að berjast við Igor eftir að hafa heyrt af afrekum hans. Baton var fyrrum boxari og mafíuforingi í Úkraínu. Eina vandamálið var að Baton var í úkraínsku fangelsi á meðan Igor var frjáls maður. Baton leiddist mikið í fangelsinu og vantaði verðuga andstæðinga til að berjast við. Því var hann tilbúinn að borga Igor væna fúlgu fjár til koma í fangelsið og berjast við sig. Bardaginn fól í sér mikla áhættu fyrir Igor enda þyrfti hann að koma sér ólöglega inn í fangelsi til þess eins að berjast einn bardaga. Einhvern veginn náðu menn Baton að smygla Igor í úkraínska fangelsið (sem virðist ekki hafa verið erfitt) og fór bardaginn fram. Igor endaði á að rota Baton í fyrstu lotu. Þetta var ekkert persónulegt fyrir Igor, bara bardagi. Samkvæmt nánum vinum Igor vill hann lítið tala um þennan bardaga í dag af ótta við að úkraínsku mafíuna.

Hvar er hann í dag

Í dag rekur hann veitingastað í Úkraínu en heldur sér þó við með því að æfa glímu. Hann var farinn að dala undir lok ferils síns árið 2005 þegar Pride keppnin stóð sem hæst og barðist sinn síðasta bardaga í MMA í ágúst það ár. Margir vilja meina að Igor hafi verið upp á sitt besta rétt áður en Pride varð risastórt. Þegar Pride var upp á sitt besta var ferill hans á niðurleið og væri hann eflaust þekktari ef hann hefði átt sín bestu ár nokkrum árum síðar.

https://www.youtube.com/watch?v=5NNnEhuHV2A

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular