spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar fékk 7,8 milljónir fyrir sigurinn

Gunnar fékk 7,8 milljónir fyrir sigurinn

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

Gunnar Nelson fékk 7,8 milljónir króna fyrir sigurinn á Brandon Thatch. Conor McGregor og Chad Mendes fengu báðir hálfa milljón dollara.

UFC gefur upp launinn eftir hvert bardagakvöld í Bandaríkjunum og má sjá listann í krónum hér að neðan. Gunnar fékk 3,9 milljónir fyrir að mæta og aðrar 3,9 fyrir að sigra bardagann eða 7,8 millónir (58.000 dollara).

Þeir McGregor og Mendes fengu báðir hálfa milljón dollara eða 67 milljónir króna. McGregor, Mendes, Rory MacDonald og Robbie Lawler gætu hafa fengið meira en gefið er upp þar sem meistarar fá prósentu af Pay Per View sölunni. McGregor á stóran þátt í PPV sölunni og fær sennilega einhverjar auka milljónir. Að auki fær hann tekjur frá styrktaraðilum á borð við Reebok, BudLight og Monster Energy.

Conor McGregor, Thomas Almeida, Robbie Lawler og Rory MacDonald fengu að auki 6,7 milljónir króna í frammistöðubónus.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Conor McGregor (67.000.000) sigraði Chad Mendes (67.000.000)
Robbie Lawler (20.100.000 + 20.100.000 fyrir sigur) sigraði Rory MacDonald (7.900.000)
Jeremy Stephens (4.300.000 + 5.380.000 fyrir sigur) sigraði Dennis Bermudez (4.600.000)
Gunnar Nelson (3.900.000 + 3.900.000 fyrir sigur) sigraði Brandon Thatch (2.900.000)
Thomas Almeida (1.600.000 + 1.600.000 fyrir sigur) sigraði Brad Pickett (4.000.000)

Upphitunarbardagar kvöldsins

Matt Brown (6.200.000 + 6.200.000 fyrir sigur) sigraði Tim Means (3.000.000)
Alex Garcia (2.000.000 + 2.000.000 fyrir sigur) sigraði Mike Swick (6.450.000)
John Howard (2.800.000 + 2.800.000 fyrir sigur) sigraði Cathal Pendred (1.300.000)
Cody Garbrandt (1.300.000 + 1.300.000 fyrir sigur) sigraði Henry Briones (1.300.000)
Louis Smolka (2.000.000 + 2.000.000 fyrir sigur) sigraði Neil Seery (2.000.000)
Cody Pfister (1.300.000 + 1.300.000 fyrir sigur) sigraði Yosdenis Cedeno (1.700.000)

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular