Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentGunnar Nelson byrjar kl 2:30 í nótt

Gunnar Nelson byrjar kl 2:30 í nótt

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch á UFC 189 í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Gunnar berst í Bandaríkjunum en bardaginn hefst í nótt.

Gunnar er annar bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins (e. main card) en sá hluti hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gunnar ætti því að vera að byrja um kl 2:30 í nótt. Hann gæti byrjað fyrr ef bardaginn á undan verður fljótur að klárast.

Það er því best fyrir bardagaaðdáendur að vera búnir að koma sér þægilega fyrir kl 2 í nótt. Reyndar væri lang best að horfa á alla bardaga kvöldsins en fyrsti bardaginn hefst kl 23. Það er nóg af spennandi bardögum í kvöld og þá sérstaklega þeir tveir síðustu áður en Gunnar berst.

Conor McGregor gegn Chad Mendes er síðasti bardagi kvöldsins. Hann ætti að hefjast í allra fyrsta lagi kl 4 og í síðasta lagi um 4:30.

Áskrifendur af Fight Pass rás UFC geta horft frítt á fyrstu bardaga kvöldsins. Hægt er að fá ókeypis prufuáskrift í viku hér.

Hægt er að hita vel upp fyrir bardagana með því að lesa allt um þá hér:

UFC 189: Conor McGregor gegn Chad Mendes

UFC 189: Robbie Lawler gegn Rory MacDonald

UFC 189: Jeremy Stephens gegn Dennis Bermudez

UFC 189: Gunnar Nelson gegn Brandon Thatch

UFC 189: Thomas Almeida gegn Brad Pickett

UFC 189: Upphitunarbardagar kvöldsins (Prelims)

Við bendum lesendum á að fylgjast vel með Mjölnissnappinu undir notendanafninu mjolnirmma

mjölnissnap

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular