spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvað er svona merkilegt við UFC 200? Þetta áttu að sjá!

Hvað er svona merkilegt við UFC 200? Þetta áttu að sjá!

ufc 200 tate nunesUFC 200 er í kvöld. Þetta kvöld er risastórt og ekki bara af því að númer kvöldsins er töff. Þarna eru hvorki meira né minna en níu fyrrum eða núverandi meistarar og hver risabardaginn á eftir öðrum. En hvað er svona merkilegt við þetta kvöld?

Vanalega fyrir hvert UFC bardagakvöld gefum við fólki nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið. Við ætlum aðeins að bregða út af vananum núna og segja fólki hvað það verður hreinlega að sjá.

just bleed

Fyrir alla: Þeir sem fylgjast ekki með hverju einasta UFC bardagakvöldi (og kannski bara þegar Conor og Gunnar Nelson berjast) ættu að finna eitthvað fyrir sinn snúð í kvöld þó þeir þekki kannski ekki nöfnin.

brock lesnar

Brock Lesnar: Það er eitthvað við að sjá risastóra kalla berjast sem dregur almúgann að bardögum. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna Brock Lesnar var svona vinsæll. Hann berst í kvöld við bolluna Mark Hunt eftir fjögurra ára fjarveru frá MMA. Miðað við útlitið á þeim ætti Brock Lesnar 100% að vinna en við vitum að útlitið segir ekki allt. Ef svo væri myndi Cheick Kongo vera besti bardagamaður allra tíma..

Anderson Silva: Goðsögnin og einn besti bardagamaður allra tíma er allt í einu að berjast á UFC 200. Eftir að Jon Jones datt út ákvað Anderson Silva að stökkva inn og mætir hann Daniel Cormier. Hann kemur inn með aðeins tveggja daga fyrirvara og muna eflaust margir eftir tilþrifum hans þegar hann var upp á sitt besta. Þó hann sé ekki lengur í toppformi er alltaf áhugavert að sjá hann berjast.

anderson silva forrest griffin

Jose Aldo: Maðurinn sem var rotaður af Conor McGregor á 13 sekúndum og þótti full tapsár að margra mati. Hann gæti fengið smá endurlausn í kvöld meðal almenningsins ef hann skilar inn góðri frammistöðu gegn Frankie Edgar.

ufc fans tapout

Fyrir bardagaaðdáendur: Þeir sem horfa á stóru bardagakvöldin en nenna kannski ekki að horfa á hvert einasta bardagakvöld. Þetta eru bardagar sem hinn almenni bardagaáhugamaður má ekki missa af.

Miesha Tate: Konan sem vann konuna sem vann Rondu Rousey. Miesha Tate hefur farið hamförum á undanförnum árum eftir annað tapið sitt gegn Rondu Rousey. Hún er loksins UFC meistari og getur varið beltið sitt í fyrsta sinn í kvöld. Ef hún nær að verja beltið mætir hún að öllum líkindum Rondu Rousey.

Vindmyllan að störfum.
Vindmyllan að störfum.

Diego Sanchez fer í stríð: Það þarf mikið til að stoppa Diego Sanchez og er hann alltaf tilbúinn í að fara í stríð. Hann er kannski ekki tæknilegasti bardagamaður í heimi en hann er með ljónshjartað og hættir aldrei. Bardagar hans verða oft á tíðum algjört stríð en í kvöld mætir hann Joe Lauzon. Lauzon hefur margoft fengið bónus fyrir besta bardaga kvöldsins og spurning hvort það sama verði upp á teningnum í kvöld.

Fyrrum bantamvigtarmeistarinn á prelims: Það segir mikið um gæði bardagakvöldsins þegar T.J. Dillashaw er í upphitunarbardögunum (e. prelims). Hann mætir Raphael Assuncao og er óhætt að segja að sigurvegarinn muni fá næsta titilbardaga. Ekki gleyma þessum bardaga því hann á eftir að verða virkilega skemmtilegur. Assuncao vann síðast þegar þeir mættust, hvað gerist nú?

Cat Zingano kemur aftur eftir langa fjarveru: Eitt af fórnarlömbum Rondu Rousey, Cat Zingano, berst aftur í fyrsta sinn síðan hún tapaði fyrir Rousey í febrúar 2015. Bardaginn gegn Rousey varði í aðeins 14 sekúndur og verður gaman að sjá hvort hún komist aftur í titilbardaga innan tíðar. Í kvöld mætir hún Julianna Pena og stefnir í frábæran bardaga.

Verður Cain upp á sitt besta? Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez mætir Travis Browne í kvöld. Þegar þessi tortímandi er upp á sitt besta geta fáir ráðið við hann. Spurningin er hins vegar hvort hann sé ennþá upp á sitt besta eða hvort meiðslin hafi tekið of stóran toll. Við fáum sennilega svarið við því í kvöld.

Johny Hendricks þarf að svara mörgum spurningum í kvöld: Johny Hendricks…enn einu sinni var hann í vandræðum með vigtina í gær. Hann náði ekki tilsettri þyngd í gær og er að koma til baka eftir sitt fyrsta tap eftir rothögg. Þetta er því afskaplega mikilvægur bardagi fyrir hann í kvöld. Hann þarf að vinna Kelvin Gastelum sannfærandi til að telja fólki trú um að hann sé enn þess verðugur að vera meðal þeirra fremstu í veltivigtinni. Getur hann það?

geek nerds

Fyrir nördana: Það þarf kannski ekki að segja þeim sem horfa á hvert einasta bardagakvöld á hvað þeir eiga að horfa á en við gerum það samt.

Gegard Mousasi: Einn tæknilegasti en að sama skapi ekki sá mest spennandi bardagamaður í UFC í dag. Stundum er eins og enginn sé spenntur fyrir bardögum hans (þar á meðal Mousasi sjálfur) og er oft eins og Mousasi sé fastur í sama gírnum. Það getur þó enginn neitað því að þarna á ferð er gríðarlega hæfileikaríkur bardagamaður með mörg vopn í vopnabúrinu sínu. Hann mætir Thiago Santos í kvöld og ætti það að verða áhugaverður bardagi.

Takenori Gomi á síðasta séns: Það eru ekki bara fyrrum UFC meistarar (og núverandi) sem berjast á þessu kvöldi heldur erum við með fyrrum Pride meistara líka. Takenori Gomi var léttvigtarmeistari Pride árið 2005 og mætir Jim Miller í fyrsta bardaga kvöldsins. Gomi hefur dalað á undanförnum árum og tapað þremur af síðustu fjórum bardögum. Óhætt er að segja að hann sé með bakið upp við vegg núna og verður hreinlega að vinna til að halda starfinu.

sage northcutt

Sage Northcutt og gagnrýnin: Harðkjarna bardagaaðdáendur hreinlega elska að hata Sage Northcutt. Þessi lygilega massaði strákur með hvolpaaugun kemur nú til baka eftir vandræðalegt tap fyrr á árinu. Hann mætir í kvöld Enrique Marín (sem er sá eini sem berst í kvöld sem er ekki með Wikipedia síðu) og mun alltaf fá mikla gagnrýni nema hann eigi fullkomna frammistöðu. Vegna útlits hans eru harðkjarna bardagaaðdáendur fljótir að gagnrýna hann og er því alltaf áhugavert að sjá Sage Northcutt berjast.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular