spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJohn Kavanagh: Gunni mun sýna að hann er besti MMA glímumaður frá...

John Kavanagh: Gunni mun sýna að hann er besti MMA glímumaður frá upphafi

John KavanaghGunnar Nelson mætir Demian Maia á laugardaginn á UFC 194. Við ræddum við yfirþjálfara hans, John Kavanagh, um bardagann gegn Maia.

„Ég held að Maia sé einn af þeim bestu frá upphafi til að koma úr brasilísku jiu-jitsu í gallanum og yfir í MMA, en ég held að Gunni muni sýna að hann sé besti MMA glímumaður frá upphafi. Einhver sem lærði glímu fyrir MMA bardaga, ekki fyrir jiu-jitsu keppni,“ sagði John Kavanagh um bardaga Gunnars og Demian Maia.

Conor McGregor mætir Jose Aldo á laugardaginn og segir Kavanagh að undirbúningurinn fyrir þennan bardaga hafi verið talsvert öðruvísi heldur en fyrir UFC 189. „Conor er mjög rólegur eins og sást á blaðamannafundinum. Hann er afslappaður, engin vandamál með þyngdina, engin breyting á andstæðingi, allt hefur gengið eins og í sögu. Hann hefur náð nýjum hæðum íþróttalega séð og hefur kannski blandað keppnisskapinu sínu við yfirvegun Gunnars. Það er ógnvekjandi blanda þegar einhver er með drápseðlið en er líka ofur rólegur.“

Annar nemandi Kavanagh, Artem Lobov, keppir á TUF Finale í kvöld. Upphaflega átti Lobov að mæta Saul Rogers en vegna vandamála með vegabréfsáritun Rogers mun Lobov mæta Ryan Hall. Hall æfði með þeim í SBG í Dublin fyrir skömmu og átti Kavanagh að vera í horninu hans fyrir bardaga hans á TUF Finale.

„Ryan var að æfa með okkur fyrir tveimur vikum síðan. Hann gekk til liðs við okkur [SBG liðið], ætlaði að æfa með okkur í Vegas í tvær vikur en svo kom breytingin. Svona er þessi íþrótt. Hann mun kannski ganga til liðs við okkur eftir bardagann.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular