spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC 178

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 178

dominick cruzÞessi mánudagur var blautur og grár en MMA aðdáendur voru enn með fiðring í maganum eftir ógleymanlegt UFC bardagakvöld helgarinnar. Við rifjum upp það helsta sem stóð upp úr.

Stórkostleg endurkoma Cruz

Eftir þriggja ára fjarveru vegna endalausra meiðsla mætti Cruz til leiks gegn Takeya Mizugaki eins og heltekinn maður. Það tók Cruz aðeins 1 mínútu að afgreiða Mizugaki sem er þekktur fyrir seiglu og hörku. Það var óneitanlega mjög góð tilfinning að sjá honum ganga svona vel eftir alla erfiðleikana sem hann hefur þurft að ganga í gegnum. Næst á dagskrá er titilbardagi á móti T.J. Dillashaw. Það verður freistandi að veðja á Cruz þegar að því kemur.

cruz

Zingano með frábæra endurkomu

Ekki ólíkt Cruz þá kom Cat Zingano aftur til leiks eftir 17 mánaða fjarveru. Hún mætti hinni grjóthörðu Amanda Nunes sem stóð sig vel í fyrstu lotunni en svo lét undan pressu og glímuhæfileikum Zingano í annarri og þriðju. Zingano hefði getað stjórnað Nunes í þriðju lotunni en í stað þess gaf hún í og kláraði Nunes með gamaldags “ground and pound” að hætti Tito Ortiz. Líkt og Cruz þá tryggði Zingano sér bardaga við meistarann með frammistöðu sinni. Hvort sem hún á eitthvað í Rondu Rousey verður hins vegar að koma í ljós.

Romero og stóllinn

Sumir bjuggust við leiðinlegum glímubardga þegar Yoel Romero mætti Tim Kennedy. Í staðinn fengum við besta bardaga kvöldsins, ekki fyrir viðkvæma. Það var leiðinlegt að mjög umdeilt atvik hafði bein áhrif á úrslitin. Í lok annarrar lotu var Kennedy hársbreidd frá því að rota Romero. Á milli lotna tók svo við einhver skrítnasta atburðarrás sem sést hefur í átthyrningnum sem endaði með því að Romero fékk talsvert lengri hvíld en hann átti rétt á. Endurnærður stökk Romero á lappir og gekk frá Kennedy. Ekki vera hissa þótt þeir verði látnir berjast aftur. Atvikið var gríðarlega umdeilt og hefur verið kallað Stoolgate.

Conor McGregor sannar sig

Jafnvel dyggustu stuðningsaðilar Conor McGregor hlutu að vera pínu taugaóstyrkir eftir allt talið og spádómana um að klára bardagann í fyrstu lotu. McGregor var hins vegar öryggið uppmálað og þurfti aðeins tæpar tvær mínútur til að ganga frá Poirier sem var nr. 5 á strykleikalista UFC. Þessi sigur staðfesti að McGregor er einn af þeim allra bestu í heiminum og gæti mögulega tekið titilinn af José Aldo. Sennilega mun hann þó þurfa að sigra einn til viðbótar áður en hann fær að berjast um titil.

McGregor

Eddie Alvarez tapar

Árum saman hefur innkomu Eddie Alvarez í UFC verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann fékk erfitt verkefni í sínum fyrsta bardaga á móti Donald Cerrone sem reyndist of mikið. Cerrone sparkaði lappirnar á Alvarez sundur og saman þar til að hann hneig niður. Ef Cerrone hefði ekki farið ofan á hann í lok bardagans hefði bardaginn sennilega verið búinn í lok þriðju lotu. Cerrone sigraði á stigum og þarf Alvarez nú að sanna sig alveg upp á nýtt.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular