spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMjölnir heldur opnunarhátíð 18. febrúar - Conor McGregor segist ætla að mæta

Mjölnir heldur opnunarhátíð 18. febrúar – Conor McGregor segist ætla að mæta

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Nýja Mjölnishöllin í Öskjuhlíð mun opna laugardaginn 18. febrúar. Af því tilefni verður sérstök opnunarhátíð þar sem erlendir gestir mæta.

Opnunarhátíðin verður opin öllum og verður margt um að vera þann dag. Samkvæmt heimildum MMA Frétta hefur Conor McGregor mikinn áhuga á að mæta og hefur sagst ætla að koma fyrir opnunina. Þá er öruggt að þjálfarinn John Kavanagh muni mæta.

Á opnunarhátíðinni verður boðið upp á fría klippingu og frítt axlarnudd en í nýju aðstöðunni verður m.a. nuddstofa og klippistofa. Keppnislið Mjölnis tekur æfingu í Þórssalnum en um kvöldið verður svo partý í Drukkstofunni. Formleg dagskrá liggur ekki fyrir en ljóst að mikið verður um að vera á opnunarhátíðinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular