Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 187

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 187

ufc 187Í nótt fer fram gífurlega spennandi bardagakvöld og eru tveir titilbardagar á dagskrá. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að leggja þig yfir Eurovision til að geta vakað yfir UFC 187 í nótt.

  • Nýr léttþungavigtarmeistari: Þeir Anthony Johnson og Daniel Cormier eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Annar hvor þeirra mun standa uppi sem nýr léttþungavigtarmeistari enda var Jon Jones sviptur titlinum fyrir skömmu. Viðureign þeirra ætti að verða frábær skemmtun enda mikið undir. Báðir ætla sér að verða meistarar, hverjum tekst það?
  • Sigrar Chris Weidman enn einn Brasilíumanninn? Chris Weidman hefur sigrað Lyoto Machida, Anderson Silva tvisvar, Demian Maia og Valdir Araujo. Allir koma þeir frá Brasilíu líkt og andstæðingur hans í kvöld, Vitor Belfort. Með sigri í kvöld hafa sex af 13 sigrum hans komið gegn Brasilíumönnum. Hann verður fljótt óvinsælasti maðurinn í Brasilíu (ásamt Conor McGregor og Chael Sonnen) en Bandaríkin mun alltaf elska Chris „The All-American“ Weidman.
  • Hvernig mun Belfort ganga án TRT? Stóra spurningin er hvernig Belfort muni ganga án TRT, eða Testosterone Replacement Therapy. Belfort er orðinn 38 ára gamall og ekki lengur á löglegu sterunum. Það vekur upp efasemdir um sigurmöguleika hans í kvöld og verður forvitnilegt að sjá hvernig hann mætir til leiks í kvöld.
  • Fær Cerrone loksins titilbardagann? Donald Cerrone hefur sigrað sjö bardaga í röð í UFC og fær væntanlega titilbardagi sigri hann í kvöld. Cerrone er einn vinsælasti bardagamaðurinn í UFC og ekki að ástæðulausu. Hann er til í að berjast hvar sem er, hvenær sem er, gegn hverjum sem er og það kunna bardagaaðdáendur að meta. John Madkessi stendur í vegi fyrir honum í kvöld og ætti bardaginn að verða frábær skemmtun.
  • Hver verður næsti áskorandi í fluguvigtinni? Tveir áhugaverðir bardagar fara fram í fluguvigtinni í kvöld. Joseph Benavidez mætir John Moraga og John Dodson mætir Zach Makovsky. Báðir keppendur í fyrrnefnda bardaganum hafa tapað fyrir meistaranum og er ólíklegt að sigurvegarinn úr þeirri viðureign fái annað tækifæri í bráð. John Dodson er aftur á móti sá sem flestir vilja sjá aftur á móti meistaranum Demetrious Johnson en ekki afkskrifa Zach Makovsky.
  • Ekki gleyma: Það er ótrúlegt magn af skemmtilegum bardögum á þessu bardagakvöldi! Auk fyrrnefndra bardaga má nefna skemmtilega bardaga á borð við Travis Browne gegn Andrei Arlovski, Dong Hyun Kim gegn Josh Burkman, Uriah Hall gegn Rafael Natal, Rose Namajunas gegn Nina Ansaroff og Mike Pyle gegn Colby Covington.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 á Fight Pass en aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl 2. Við viljum einnig minna lesendur á að nota kassamerkið okkar #mmafrettir á Twitter.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular