Saturday, April 20, 2024
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 189

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 189

ufc189big_mendes

Loksins er komið að því. Bardagakvöldið sem allir hafa beðið eftir er að bresta á. Kvöldið hefur vissulega tekið breytingum en verður engu að síður gríðarlega spennandi. Það þarf í raun ekki að mata ofan í fólk ástæður til að horfa en förum engu að síður yfir þær helstu.

  • Stenst Conor McGregor prófið? Eftir allt talið og alla uppbygginguna er nú loksins komið að því að sjá hvernig Conor McGregor gengur á móti andstæðingi á heimsmælikvarða. Chad Mendes er langstærsta prófið á ferli Írans og sterkasti glímumaður sem hann hefur mætt. Nái Conor McGregor að sigra er það sú staðfesting á getu hans sem aðdáendur hans hafa beðið eftir. Auk þess myndi sá sigur leggja grunninn að risabardaga við José Aldo í árslok.

conorsiver

  • Er Rory MacDonald næsti Georges St. Pierre? Árum saman hefur Rory MacDonald staðið í skugga landa hans Georges St. Pierre. Margir töldu hann arftaka GSP en bardagi hans við Robbie Lawler núna um helgina er hans fyrsti titilbardagi. Sigri hann sannfærandi markar það kannski upphaf Rory MacDonald tímabilsins í veltivigt UFC.
  • Hvernig kemur Gunnar Nelson til baka eftir tap? Flestir íþróttamenn þurfa að þola tap einhvern tímann á ferlinum. Þegar það gerist er spurningin alltaf, hvernig kemur þú til baka? Gunnar Nelson þykir andlega sterkur en hann er að fara að berjast á risastóru sviði gegn mjög erfiðum andstæðingi eftir fyrsta tapið á ferlinum. Hvernig bregst hann við því?
  • Hversu góður er Thomas Almeida? Thomas Almeida er einn heitasti nýliðinn í UFC. Hann er ósigraður í 19 bardögum en fær nú erfitt verkefni, hinn grjótharða Brad Picket sem hefur barist við alla frá Demetrious Johnson (sem hann sigraði) til Renan Barão. Hversu góður er Almeida? Þessi bardagi mun segja okkur það.
  • Bringuhár og blóð. Á síðasta upphitunarbardaga kvöldsins (e. prelims) mætast þeir Matt Brown og Tim Means. Báðir er þekktir fyrir mikla hörku og skemmtilegan stíl sem felst fyrst og fremst í því að standa staðfastur fyrir framan andstæðinginn og brjóta hann niður með höggum og spörkum. Þessi bardagi er karlmennska í hnotskurn. Sigurvegarinn verður áhorfandinn sama hver vinnur.
  • Fær Cathal Pendred ást frá aðdáendum? Cathal Pendred hefur unnið alla fjóra bardaga sína í UFC. Hann er hins vegar ekki mikið fyrir augað og virðist vera orðinn einn hataðasti UFC bardagamaður síðan Jon Fitch. Verður þetta stundin sem hann nær að sigra hylli lýðsins eins og Spartacus á blóðugu sandgólfi The Collusseum?

cathal-pendred-after-choking-out-mike-king-630x420

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 á Fight Pass rás UFC. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular