spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaQuinton 'Rampage' Jackson fær ekki að berjast á UFC 186

Quinton ‘Rampage’ Jackson fær ekki að berjast á UFC 186

quinton 'rampage' jacksonQuinton ‘Rampage’ Jackson átti að snúa aftur til UFC í lok apríl og berjast á UFC 186. Nú hefur dómstóll New Jersey úrskurðað að Jackson sé enn undir samningi við Bellator og fær hann því ekki að berjast í UFC um sinn.

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar UFC auglýsti endurkomu Quinton ‘Rampage’ Jackson í UFC enda var ekki annað vitað en að hann væri enn á samningi hjá Bellator.

‘Rampage’ var þó ekki á sama máli og sagðist vera laus allra mála frá Bellator enda höfðu bardagasamtökin ekki staðið við sinn hluta samningsins. Bellator bauð ‘Rampage’ gull og græna skóga svo sem eigin raunveruleikaþátt, háar tekjur af Pay Per View sölu og bíl. ‘Rampage’ sagði samninginn ógildan þar sem Bellator hafði ekki staðið við sinn hluta samningsins.

‘Rampage’ snéri því aftur í UFC og átti að mæta Fabio Maldonado á UFC 186 þann 25. apríl. Nú hefur verið hætt við bardagann eftir að dómstóll úrskurðaði ‘Rampage’ samningsbundinn Bellator.

Í tilkynningu frá UFC kom ákvörðun dómstólsins þeim á óvart enda hafði ‘Rampage’ tjáð þeim að hann væri laus allra mála. UFC myndi ekki hætta á að semja við ‘Rampage’ einungis af því að hann sagðist vera laus allra mála og hefði þessi ákvörðun dómstólsins ekki átt að koma þeim á óvart. Hugsanlega býr meira að baki í ákvörðun UFC að semja við ‘Rampage’ á ný heldur en liggur í augum uppi.

Eins og flestir vita á UFC yfir höfði sér lögsókn vegna einokun þeirra á MMA markaðnum. Málið er stórt og mun taka langan tíma en í stuttu máli snýst málið um að UFC sé eini stóri aðilinn á markaðnum og bardagamenn hafa ekkert frelsi til að velja sér bardagasamtök til að berjast fyrir.

Það að Bellator fái að halda ‘Rampage’ sýnir að það eru fleiri möguleikar fyrir bardagamenn heldur en UFC. Það gæti hjálpað UFC í lögsókn sinni og gætu þeir bent á þetta mál í rökstuðningi sínum að það séu fleiri tækifæri utan UFC.

Vegna málsins er líklegt að ‘Rampage’ muni ekki berjast fyrr en seint á þessu ári. Málið mun eflaust taka langan tíma og kemur í veg fyrir að ‘Rampage’ berjist í Bellator. ‘Rampage’ er eitt stærsta nafn Bellator og ef þetta mál kemur í veg fyrir að hann berjist fyrir þá er það bara gott fyrir UFC.

Að auki lítur þetta illa út opinberlega fyrir Bellator þrátt fyrir að þeir eigi fullan rétt á því að reyna að halda í ‘Rampage’. Þeir virðast ekki vera að standa við gerða samninga og þetta er annað dómsmál Bellator á hendur bardagamanna sinna en áður átti Eddie Alvarez í löngum útistöðum við Bellator áður en hann fékk að fara í UFC. Hugsanlega gætu bardagamenn hugsað sig tvisvar um áður en þeir semja við Bellator.

Í versta falli skaðar þetta Bellator en í besta falli hefði UFC fengið stórt nafn ‘Rampage’ aftur. Það hljómar eins og nokkuð skothelt plan af hálfu UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular