Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 184

Spá MMA Frétta fyrir UFC 184

Í kvöld fer UFC 184 fram þar sem þær Ronda Rousey og Cat Zingano eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Eins og vanalega birta pennar MMA Frétta spá sína fyrir bardagakvöldið.

Ronda-Rousey-Cat-Zingano

Ronda Rousey gegn Cat Zingano

Pétur Marinó Jónsson: Ég er mikill Cattarmaður og finnst hún frábær íþróttamaður. Aftur á móti er Ronda Rousey eitthvað sérstakt afbrigði og að mínu mati á hún eftir að ríkja yfir bantamvigtinni svo lengi sem hún vill. Zingano er mjög góð en Ronda einfaldlega betri, Ronda sigrar á TKO í 3. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég sé ekki fyrir mér að Ronda Rousey verði stoppuð í bráð. Hún ber höfuð og herðar yfir andstæðinga sína. Rousey með armbar í fyrstu lotu.

Óskar Örn Árnason: Það er fyrst og fremst spurning hversu lengi Zingano tórir. Rousey mun kannski vilja æfa sig standandi en oftast skiptir hún fljótlega í fellu og Zingano er ekki nálægt henni í getu á gólfinu. Þetta verður submission í fyrstu eða annarri lotu fyrir Rondu.

Oddur Freyr: Ég held að Rousey hafi svo mikla yfirburði í glímunni að hún nái uppgjöf frá Zingano í fyrstu eða annarri lotu. Amanda Nunes kom Zingano í mikil vandræði á gólfinu framan af og ég held að Rousey verði ekki í vandræðum með að gera það sama og klárar Zingano.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Það er enginn að fara taka beltið af Rondu, Cat er samt góð standandi og mun hugsanlega getað staðið í Rondu. Sé fyrir mér að Ronda taki þetta á armbar í fyrstu lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Ég held þetta byrji spennandi en svo mun Ronda ná Zingano í jörðina og klára baragagann með armbar í fyrstu lotu.

Rousey: Pétur, Guttormur, Óskar, Oddur, Sigurjón, Eiríkur.
Zingano:

Holly-and-Pennington

Holly Holm gegn Raquel Pennington

Pétur Marinó Jónsson: Ég er að vona að Holly Holm komi inn eins og stormsveipur í UFC og steinroti Pennington. Ég held samt að hún sé ekki eins góð og ég vona en tekur Pennington samt á dómaraákvörðun – Holm eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Holly Holm er svaka reynslumikil fyrir svona unga deild eins og bantamvigt kvenna er. Hún sigrar Pennington örugglega með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

Óskar Örn Árnason: Það verður áhugavert að sjá hvort að spennan hafi áhrif á Holm. Stundum eru fyrstu bardagar í UFC skrítnir eins og þegar Lombard barðist við Boetsch. Holm ætti samt að sigra sannfærandi, ég hallast því að sigri á stigum þar sem Pennington er seig.

Oddur Freyr: Pennington virðist einfaldlega ekki mjög erfið prófraun fyrir Holly Holm. Ég held að Holm sigri ekki með neinum flugeldum og taki þetta á stigum.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Holly Holm er sú sem felstir halda að geti gert eitthvað á móti Rondu í framtíðinni, gríðalega reynslumikill striker, held að Pennington eigi ekki svör við standup-inu hjá Holly. KO í fyrstu.

Eiríkur Níels Níelsson: Ég hef verið að bíða eftir að Holm kæmi í UFC. Þetta verður einhliða rúst og Holm sigrar með TKO í annarri lotu

Holm: Pétur, Guttormur, Óskar, Oddur, Sigurjón, Eiríkur.
Pennington:

Jake-Ellenberger-and-Josh-Koscheck

Josh Koshceck gegn Jake Ellenberger

Pétur Marinó Jónsson: Eiginlega áhugaverðasti bardagi kvöldsins að mínu mati þar sem mér finnst erfitt að spá fyrir um hvor sigrar. Ég held að Ellenberger sé búinn á því andlega – hann frýs og virðist ekkert gera þegar hann er í búrinu og ég held að hann sé enn að glíma við þá erfiðleika. Þrátt fyrir allt tal um að „The Juggernaut“ sé kominn aftur held ég að við sjáum sama Ellenberger og undanfarið. Koscheck á ekki mikið eftir sjálfur en ég held að hann sigri á dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Bæði Ellenberger og Koscheck hafa tapað þremur í röð og líklega verður sá sem tapar látinn fara. Ég ætla að spá Ellenberger sigri. Koscheck hefur ekki keppt síðan 2013 og Ellenberger sigrar hann eftir dómaraákvörðun 30-27.

Óskar Örn Árnason: Fyrir tveimur árum hefði ég sagt að Ellenberger ætti að taka þetta en hann virðist hafa týnt sjálfstraustinu. Koscheck rotar hann í fyrstu lotu.

Oddur Freyr: Ellenberger rotar Koscheck í annarri lotu.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Ellenberger og Koscheck eru báðir á niðurleið, mætti seigja skuggarnir af sjálfum sér, vona þó að Ellenberger vinni. Fer líklegast í dómarákvörðun.

Eiríkur Níels Níelsson: Held að dagar Koscheck séu búnir þetta verður þriggja lotu bardagi sem gæti verið spennandi þar sem báðir þurfa sigur. Ég held að Ellenberger vinni á dómaraákvörðun.

Koscheck: Pétur, Óskar,
Ellenberger: Guttormur, Oddur, Sigurjón, Eiríkur.

jouban-vs-walsh

Alan Jouban gegn Richard Walsh

Pétur Marinó Jónsson: Man ekki mikið eftir Jouban og hef held ég aldrei séð Walsh berjast, bara lesið smá um hann. Margir eflaust hissa á að þessi bardagi sé á main cardinu en ég held að meiðsli Weidman-Belfort og Jacare-Romero spili þar inn í. Jouban er huggulegur strákur en ég held að Walsh grindi þetta út og taki dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Jouban sigrar Walsh eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Ég þekki þá bara ekki neitt. Segi bara Jouban á submission, brúnt belti undir Eddie Bravo.

Oddur Freyr: Ég þekki þessa tvo mjög lítið enda eru þeir báðir með mjög takmarkaða reynslu í UFC. Ég myndi samt frekar spá Jouban sigri því hann æfir undir betri þjálfurum og hefur sigrað erfiðari andstæðinga en Walsh

Sigurjón Viðar Svavarsson: Jouban og Walsh eru báðir að koma af tapi og þurfa að sanna sig, held að Jouban vinni á dómaraákvörðun í spennandi bardaga.

Eiríkur Níels Níelsson: Þetta verður spennandi bardagi en ég held að þetta fari samt í dómaraákvörðun þar sem Jouban vinnur.

Jouban: Guttormur, Óskar, Oddur, Sigurjón, Eiríkur.
Walsh: Pétur.

tony-ferguson-gleison-tibau-ufc184

Tony Ferguson gegn Gleison Tibau

Pétur Marinó Jónsson: Gleison Tibau kemst í 2. sæti yfir flesta bardaga í sögu UFC í kvöld. Á hans átta árum í UFC hefur honum aldrei tekist að sigra fleiri en þrjá bardaga í röð og það sama verður uppi á teningnum í kvöld. Hann hefur sigrað þrjá bardaga í röð núna en ég held að Tony Ferguson sé einfaldlega betri bardagamaður en Tibau. Tibau sigrar fyrstu lotuna, fjarar svo út og Tony Ferguson sigrar með TKO í 3. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Gleison Tibau gerir það sem hann gerir best og sigrar Tony Ferguson eftir dómaraákvörðun 29-28 (vinnur fyrstu tvær, verður síðan örmagna í þriðju og tapar henni).

Óskar Örn Árnason: Gæti orðið nokkuð jafn bardagi. Tek sénsinn og segi að Fergusson sigri með submission af bakinu.

Oddur Freyr: Ég held að Ferguson taki Tibau með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Gleison er nátturlega þvílíkur reynslubolti í UFC og „gatekeeper“ fyrir efri hlutann í þyngdarflokknum. Held samt að Ferguson hafi tólin til að vinna hann og hann mun taka þetta á dómaraákvörðun.

Eiríkur Níels Níelsson: Held að Tibau muni sigra þetta á dómaraákvörðun.

Ferguson: Pétur, Óskar, Oddur, Sigurjón.
Tibau: Guttormur, Eiríkur.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular