spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 190

Spá MMA Frétta fyrir UFC 190

UFC 190 fer fram í kvöld þar sem Ronda Rousey mætir Bethe Correia. Hér birta pennar MMA Frétta spá sína fyrir bardagana í kvöld.

Ronda Rousey gegn Bethe Correia

Pétur Marinó Jónsson: Correia er svo langt frá því að vera nógu góð fyrir bardaga af þessari stærðargráðu. Hún er ekki eins góð og Tate, Zingano eða McMann. Bardaginn verður ekki jafn stuttur og Instagram myndband eins og síðustu tveir en Ronda tekur þetta í fyrstu lotu auðveldlega. Hún er búin að segjast ætla að taka sér sinn tíma í þetta en ég er viss um að Correia eigi eftir að gera mistök og vaða inn í Rousey þar sem henni verður kastað á hausinn. Í gólfinu mun Rousey ná armbar..surprise surprise!

Guttormur Árni Ársælsson: Ronda Rousey klárar Correia í fyrstu lotu. Ronda er svo langt á undan samkeppninni að það er næstum því hætt að vera fyndið. Correia á ekki möguleika.

Eiríkur Níels Níelsson: Ughhh þetta er meira spurning hversu snöggt Rousey klárar bardagann. Held það taki hana 20 sekúndur að ná Correia í gólfið og svona 14 sekúndur að klára bardagann með armbar.

Óskar Örn Árnason: Rousey pínir Correia í nokkrar mínútur og klárar bardagann í lok fyrstu lotu með armbar. Í raun formsatriði.

Brynjar Hafsteins: Rousey júdóar Correira í gólfið og sigrar í 1. lotu.

Ronda Rousey: Pétur, Guttormur, Eiríkur, Óskar, Brynjar
Bethe Correia: …

The copyright of this photograph belongs to Susumu Nagao
Mynd: Susumu Nagao

Antonio ‘Lil Nog’ gegn Mauricio ‘Shogun’ Rua

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er eiginlega spurning um hvor er minna búinn á því. Ég held að Shogun sé ekki eins útbrunninn og Lil Nog. Hann er búinn að vera að æfa aftur með Rafael Cordeiro hjá Kings MMA (þjálfar Rafael dos Anjos og Fabricio Werdum í dag) en hann var aðalþjálfari hans á Pride dögunum. Ég held að það sé örlítið meira hungur komið aftur í Shogun eftir töp í fjórum af síðustu fimm bardögum sínum. Ég held að Shogun steinroti Lil Nog í fyrstu lotu en gæti verið blindur af Shogun aðdáun. Hann er samt búinn og mun aldrei komast nálægt topp 5 aftur.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að Lil Nog sé gott match-up fyrir Shogun á þessum tímapunkti. Shogun sigrar eftir dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga.

Eiríkur Níels Níelsson: Þetta verður ekki jafn spennandi og síðaðsta viðureign þeirra. Held samt að Shogun sé klárlega með yfirhöndina í þessari viðureign og sigrar með TKO í fyrstu lotu.

Óskar Örn Árnason: Rua rotar Lil Nog í fyrstu lotu. Nogueira er mögulega búinn, 39 ára gamall.

Brynjar Hafsteins: Veit aldrei hvaða Lil Nog kemur. World class boxarinn eða sofandi gamlinginn. Shogun rotar hann.

Shogun Rua: Pétur, Guttormur, Eiríkur, Óskar, Brynjar.
Antonio ‘Lil Nog’ Nogueira:

Struve-Rogerio

Antonio ‘Big Nog’ Nogueira gegn Stefan Struve

Pétur Marinó Jónsson: Ég er mjög óviss um hvernig þetta fer. Ég held samt að Big Nog nái að komast inn í Struve og klára hann með uppgjafartaki í 1. lotu eftir að hafa vankað Struve.

Guttormur Árni Ársælsson: Það er ótrúlega frústrerandi að horfa á Stefan Struve keppa. Maður sem er yfir tveir metrar en tekst samt einhvern vegin aldrei að nota faðmlengdina. Ég held engu að síður að hann sigri Nogueira með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Struve leynir á sér og svo lengi sem hann stendur ekki beint fyrir framan Nog tel ég að hann ná að hann nái Nog niður með höggum og klári bardagann með hengingartaki.

Óskar Örn Árnason: Nogueira getur slegið, hann er gamall og slitinn en mun rota hinn miklu yngri Stefan Struve í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Facebook vinur minn Struve neitar að hlusta á mig. Hef sagt honum oft að nota stunguna og nota lengdina en hann stendur alltaf bara eins og pálmatré og lætur hamra sig. Afinn (Big Nog) sigrar í 2 lotu.

Antonio ‘Big Nog’ Nogueira: Pétur, Óskar, Brynjar
Stefan Struve: Guttormur, Eiríkur.

gadelha aguilar

Claudia Gadelha gegn Jessica Aguilar

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er gríðarlega spennandi viðureign og sennilega jafnasta viðureign kvöldsins. Sigurvegarinn hér fær næsta titilbardaga í strávigt kvenna svo það er mikið í húfi. Gadelha var mjög nálægt því að sigra Joanna Jedrzejczyk þegar þær mættust í fyrra og er hún æst í að fá annað tækifæri gegn meistaranum. Aftur á móti er Aguilar mjög sterk bardagakona sjálf þannig að þetta verður hörku viðureign. Held samt að Gadelha sé betri og sigrar eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Gadelha gegn Aguilar verður FOTN spái ég. Æsispennandi back-and-forth sem endar með sigri Gadelha.

Eiríkur Níels Níelsson: Vona að þetta verði spennandi bardagi en hef á tilfiningunni að þetta verður clinch bardagi með mikið af glímu í gólfinu. Held samt að Gadelha muni standi sig betur og sigra á dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Báðar þessar konur eru með sterkan grunn í brasilíksu Jiu-Jitsu en Cláudia Gadelha er þrefaldur heimsmeistari og ætti að vera betri. Cláudia Gadelha sigrar á stigum og mætir Joanna Jędrzejczyk í mjög spennandi viðureign.

Brynjar Hafsteins: Jessica Aguilar á stigum. Verður standandi því þær eru báðar góðar í gólfinu.

Gadelha: Pétur, Guttormur, Eiríkur, Óskar
Aguilar: Brynjar

maia magny

Demian Maia gegn Neil Magny

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er að mínu mati áhugaverðasti bardaga kvöldsins. Það læðist að mér sá grunur að annar hvor þeirra verði næsti andstæðingur Gunnars Nelson (og ekki endilega í Dublin). Ég held þó að Demian Maia sé of góður fyrir Magny og sigri eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Maia gegn Magny er skemmtilegt match-up. Ég held að Maia sé maðurinn til að stöðva ótrúlega sigurgöngu Magny. Hann nær honum í gólfið og klárar bardagann með RNC. Svo keppir Maia við Gunnar Nelson í haust!

Eiríkur Níels Níelsson: Þetta er spennandi viðureign en held að Maia muni sigra þetta. Efast að Magny sé með nógu góða vörn gegn glímunni hans Maia. Spá Maia sigri í annarri lotu með rear naked choke.

Óskar Örn Árnason: Neil Magny hefur oft verið vanmetinn en það er erfitt að spá honum sigri gegn Maia. Demian Maia minnir á sig með fyrsta sigri sínum með uppgjafartaki síðan hann kreisti hausinn á Rick Story árið 2012.

Brynjar Hafsteins: Demian Maia er með betri gatekeepers sem ég veit um og passar hliðið fyrir Magny með uppgjafartaki í 2. lotu.

Maia: Pétur, Guttormur, Eiríkur, Óskar, Brynjar
Magny:

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular