Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Bjarki Ómarsson - UFC 185

Spámaður helgarinnar: Bjarki Ómarsson – UFC 185

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

UFC 185 fer fram annað kvöld þar sem m.a. tveir titilbardagar fara fram. Bjarki Ómarsson sigraði Danny Randolph um síðustu helgi og spáir nú í spilin fyrir UFC 185. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags.

Fluguvigt: Chris Cariaso gegn Henry Cejudo

Henry Cejudo er bara búinn með einn bardaga í UFC en ég veit að Cariaso er nýbúinn að keppa upp á titilinn og þar sá maður að hann er ágætur. En ég held að Henry Cejudo taki þetta á dómaraákvörðun þar sem hann er rosalegur wrestler og verður mjög stór fyrir þennan þyngdarflokk.

Þungavigt: Roy Nelson gegn Alistair Overeem

Þessi bardagi fer örugglega ekki í dómaraákvörðun en einhvern veginn hef ég það á tilfiningunni að Overeem taki þetta. Það væri bara too good to be true ef Nelson myndi rota hann.

Veltivigt: Matt Brown gegn Johny Hendricks

Ég mun halda með Brown en held að Hendricks taki þetta á dómaraákvörðun.

Titilbardagi í strávigt kvenna: Carla Esparza gegn Joanna Jedrzejczyk

Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Ég hef verið að skoða svolítið Joanna og hún er rosalegur striker. Ég er ekki frá því hún sé besti kvenkyns strikerinn í UFC í dag og ef hún nær að halda þessu standandi á móti Esparza þá mun hún rota hana. Carla Esparza er engu að síður rosalegur wrestler eins og við sáum í seinasta bardaga hennar. Ég held nú samt að Joanna nái að halda þessu standandi og klári hana með TKO í lok bardagans.

Titilbardagi í léttvigt: Anthony Pettis gegn Rafael dos Anjos

Þetta verður rosalegur bardagi, get bara ekki beðið eftir honum! Þar sem Pettis er minn uppáhalds fighter í dag held ég að hann klári þetta standandi í annarri lotu. Ég hef ekki trú á að dos Anjos sé með standupiðwrestlingið til að vinna Pettis. Ég sé kannski fyrir mér að hann nái lucky punch þar sem hann er höggþungur eða að hann nái einhvers konar uppgjafartaki í einhverju scrambli en annars er Pettis að fara að taka þetta allan daginn.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular