0

Stephen Thompson mætir Jorge Masvidal á UFC 217

UFC 217 verður næsta risastóra bardagakvöld UFC ef marka má þá bardaga sem eru þegar staðfestir. Samkvæmt heimildum MMA Fighting mun Stephen Thompson mæta Jorge Masvidal í Madison Square Garden þann 4. nóvember.

Bardaginn hefur verið lengi í smíðum en Stephen ‘Wonderboy’ Thompson hefur verið að jafna sig á hnémeiðslum. Thompson þurfti að gangast undir aðgerð eftir tapið gegn Tyron Woodley en hefur nú fengið grænt ljós frá læknum til að fara aftur á fullt.

Jorge Masvidal hefur verið duglegur að óska eftir bardaga gegn Thompson og sakað Thompson um að forðast sig. Masvidal setti þessa færslu á Twitter í gær og virðist allt því vera klappað og klárt.

Masvidal tapaði síðast fyrir Demian Maia á UFC 211 en fram að því hafði hann unnið þrjá bardaga í röð. Þetta er spennandi toppslagur í veltivigtinni enda eru þeir báðir á topp fimm á styrkleikalistanum.

UFC 217 hefur verið að taka á sig mynd að undanförnu. Að öllum líkindum verða þeir Michael Bisping og Georges St. Pierre í aðalbardaga kvöldsins og þá verða þeir Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Fleiri bardagar verða eflaust staðfestir fljótlega en talið er að þær Joanna Jedrzejczyk og Rose Namajunas mætist um strávigtartitil kvenna sama kvöld.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.