Friday, April 26, 2024
HomeErlentStipe Miocic mætir Daniel Cormier á UFC 226 - þjálfa TUF

Stipe Miocic mætir Daniel Cormier á UFC 226 – þjálfa TUF

UFC tilkynnti rétt í þessu að meistararnir Stipe Miocic og Daniel Cormier munu mætast í sumar á UFC 226. Þá munu þeir þjálfa næstu seríu í The Ultimate Fighter.

Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic mun mæta léttþungavigtarmeistaranum Daniel Cormier á UFC 226 þann 7. júlí. Barist verður upp á þungavigtartitil Miocic. Þetta verður í fyrsta sinn sem tveir ríkjandi meistarar þjálfa TUF en serían verður sú 27. í röðinni en tökur hefjast í næstu viku.

Þeir Cormier og Miocic börðust báðir um síðustu helgi. Cormier varði léttþungavigtartitil sinn með sigri á Volkan Oezdemir og Stipe Miocic bætti metið yfir flestar titilvarnir í sögu þungavigtarinnar með sigri á Francis Ngannou.

Cormier hefur barist í léttþungavigt síðan árið 2014 en þar áður vann hann alla 13 bardaga sína í þungavigt. Þetta verður því hans fyrsti bardagi í þungavigt í langan tíma. Cormier getur orðið sá annar í sögu UFC til að halda beltum í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma.

Cormier hefur hingað til ekki verið spenntur fyrir því að fara aftur upp í þungavigt. Æfingafélagi hans og vinur, Cain Velasquez, hefur alla tíð barist þar og er talið að stutt sé í endurkomu hans eftir langvarandi meiðsli. Cormier hefur þó sagt að ef hann myndi mæta Miocic myndi hann láta beltið af hendi með sigri til að standa ekki í vegi fyrir vini sínum Cain þegar hann snýr aftur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular