0

Stipe Miocic mætir Junior dos Santos á UFC 211

Næsta titilvörn þungavigtarmeistarans Stipe Miocic verður gegn Junior dos Santos ef marka má frétta Combate. Bardaginn fer fram þann 13. maí í Dallas á UFC 211.

Stipe Miocic hefur unnið fjóra bardaga í röð síðan hann tapaði fyrir Junior dos Santos í desember 2014. Hann tók sér smá pásu eftir að hafa varið þungavigtartitil sinn í september í fyrra gegn Alistair Overeem en er nú tilbúinn til að snúa aftur.

Þeir Cain Velasquez og Fabricio Werdum áttu að mætast á UFC 207 í lok desember en skömmu fyrir bardagann var Velasquez bannað að keppa þar sem hann var meiddur. Fyrirfram var talið að sigurvegarinn myndi fá næsta titilbardaga en nokkur óvissa ríkti eftir að ekkert varð úr bardaganum. Werdum vildi fá titilbardagann en það verður Junior dos Santos sem fær tækifæri á beltinu.

Junior dos Santos hefur átt misjöfnu gengi að fagna undanfarin ár og ekki unnið tvo bardaga í röð síðan árið 2012. Síðan dos Santos vann Miocic hefur hann tapað fyrir Alistair Overeem og svo unnið Ben Rothwell en annars lítið getað barist vegna meiðsla.

Bardaginn hefur ekki verið staðfestur af UFC en bæði Combate og MMAFighting.com segja að allt sé klappað og klárt. Þetta er sem er kominn á UFC 211 en líklegast verður þetta aðalbardagi kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.