spot_img
Thursday, November 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚlnliður Conor í 100% lagi

Úlnliður Conor í 100% lagi

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Þrátt fyrir að bardagi McGregor og Aldo hafi aðeins staðið yfir í 13 sekúndur var talið að McGregor hafi meiðst á úlnlið í bardaganum. Nú hefur John Kavanagh, yfirþjálfari hans, sagt að McGregor sé í góðu lagi.

Eftir hvert bardagakvöld í Nevada sendir íþróttasamband fylkisins frá sér lista yfir meiðsli bardagamanna og hve lengi þeir þurfa að vera frá. Á listanum kom fram að McGregor gæti þurft að vera frá í allt að sex mánuði vegna meiðsla á vinstri úlnlið. Þar kom fram að McGregor þurfi frekari röntgenskoðun til að greina meiðslin.

John Kavanagh skrifaði á opinberri Facebook síðu sinni að úlnliður hans sé 100% í lagi. McGregor gæti því auðveldlega barist í apríl/maí eins og hann talaði um eftir bardagann.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular