spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaThe Ultimate Fighter með breyttu sniði

The Ultimate Fighter með breyttu sniði

20. sería The Ultimate Fighter hefst í haust en að þessu sinni verður serían með breyttu sniði. Í fyrsta sinn í sögunni keppa einungis konur í seríunni en sigurvegarinn verður nýkrýndur meistari í strávigt kvenna.

Raunveruleika serían The Ultimate Fighter (TUF) hóf göngu sína árið 2005 og hafa nítján seríur fengið að líta dagsins ljós. Fyrstu seríurnar voru vinsælar og eiga þátt í að gera MMA að viðurkenndri íþrótt þá sérstaklega loka bardagi fyrstu seríunnar sem var á milli Forrest Griffin og Stephan Bonnar. Þættirnir náðu sem mestum vinsældum í 10. seríu. Ástæðan fyrir því var youtube undrið Kimbo Slice og einnig var Roy nokkur Nelson í þeirri seríu en hann sigraði keppnina auðveldlega sem innihélt aðeins þungavigtarmenn.

Nú er breyting á þar sem áhorf og áhugi á TUF hefur farið minnkandi. Zuffa hefur reynt nokkrar aðferðir til þess að fá áhorf og umtal en lítið hefur bæst í þeim efnum. Nú eru þeir í raun að spila út sínum bestu spilum.

The Ultimate Fighter 20 mun í fyrsta skipti aðeins innihalda aðeins konur en þær verða 16 talsins. Einnig í fyrsta skipti í sögu TUF verður sigurvegarinn krýndur UFC meistari. Konurnar keppa í strávigt sem er 115 punda (52 kg) flokkur. Þjálfararnir eru léttvigtarmeistarinn Anthony Pettis og fyrrum Strikeforce meistarinn Gilbert Melendez. Ekki eru þó allir ánægðir með það útspil frá UFC.

Þessi sería verður áhugaverð en kíkjum á sigurstranglegustu keppendurna.

Carla Esparza

Hún kemur frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Helsti styrkur hennar er ólympísk glíma og hefur hún sigrað níu bardaga af ellefu. Esparza kemur frá Invicta þar sem hún var strávigtar meistari og verður því að teljast ansi sigurstrangleg. Invicta eru bardagasamtök sem sérhæfa sig í kvennabardögum.

Einu töp hennar eru gegn Megumi Fuji og Jessica Aguilar. Hún barðist þrisvar fyrir Invicta og fór með sigur af hólmi í öll skiptin.

Persónuleiki hennar er mjög opinn og hún lítur út fyrir að hafa gaman af lífinu sem ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum.

Joanne Calderwood

Hinn 27 ára gamla Calderwood gæti hugsanlega verið textuð hjá framleiðundum vegna skoska hreimsins. Calderwood hefur níu sigra undir beltinu og er enn ósigruð. Fjórir af bardögunum níu hafa endað með rothöggi og er það hennar helsta vopn. Hún notar Muay Thai til þess að halda andstæðingum sínum frá. Hún leitar mikið í stunguna og hún hefur langan líkama sem virkar vel með að halda andstæðingum frá.

Aisling Daly

Hún er 26 ára og kemur frá Írlandi. Daly hefur sama þjálfara og Gunnar Nelson hjá SBG, John Kavanagh. Hún æfir einnig með Conor McGregor og írsku bardagamönnunum þar í landi. Hún er einstaklega reynslu mikil og hefur farið í búrið 19 sinnum. Þar hefur hún sigrað fjórtán andstæðinga en sterkustu vopn hennar eru reynsla og þá er hún mjög klár í gólfinu.

Rose Namajunas

Hún var þekkt sem kærasta fyrrum UFC þungavigtar keppandans Pat Barry og fyrir að taka þátt í skemmtilegum uppátækjum með honum. Nú hefur hún orðið einnig þekkt sem skemmtilegur bardagamaður. Hún er aðeins 22 ára og á aðeins 3 bardaga á bakinu. Hún er gríðarlega villt fyrir utan sem og innan búrsins en í öðrum atvinnumannabardaga sínum sigraði hún með “flying armbar.

Jessica Penne

Penne er fyrrverandi meistari hjá Invicta í atomvigt. Hún er frekar létt fyrir strávugt og verður gaman að sjá hversu vel hún stendur sig gegn öðrum stærri bardagamönnum. Hún er vel að sér á öllum sviðum MMA en hennar besta vopn er á gólfinu. Tvö töp í þrettán bardögum og margir telja hana sem ein af líklegri sigurvegurum.

TUF20

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular