0

Umboðsmaður Oliveira um Gunnar, Alex Oliveira, MMA bransann í dag og starf hans sem túlkur

Alex Oliveira talar litla sem enga ensku og hefur umboðsmaðurinn hans, Alex Davis, þýtt fyrir hann í vikunni. Davis spjallaði við MMA Fréttir um umbjóðenda sinn Alex Oliveira og bardagann gegn Gunnari.

Alex Davis er brasilískur umboðsmaður í MMA heiminum sem er með bardagamenn á borð við Edson Barboza, Alex Oliveira, Renato Moicano, Thiago Santos og fleiri á sínum snærum. Davis er líka fyrrum Brasilíumeistari í júdó og hefur æft bardagaíþróttir allt sitt líf. Þá er hann einn af stofnendum American Top Team og þekkir íþróttina út og inn.

Davis segir að Oliveira sé alltaf jafn hress og framkoma hans sé engin uppgerð. Þegar menn hafa setið á nautum, eins og Oliveira hefur margoft gert, þá sé ekkert að óttast við mannskepnuna. Þá segir hann að Gunnar sé frábær bardagamaður, mjög tæknilegur og mjög rólegur. Davis segir að það sé aldrei að vita hvað gerist í bardaganum, hvort það verði árásargirni Oliveira sem hafi vinninginn eða ískaldur Gunnar.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.