Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaGóður árangur á öðrum degi Evrópumótsins

Góður árangur á öðrum degi Evrópumótsins

bjarki þór instagram
Bjarki Þór fagnar sigrinum á Frakkanum.

Öðrum degi Evrópumótsins var að ljúka og kepptu sjö Íslendingar í dag. Hér má sjá úrslit dagsins í stuttu máli.

Bjarki Ómarsson sigraði Ali-Ebrahim-Qasim frá Barein með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Bjarki þurfti svo að keppa aftur síðar í dag.

Bjarki Þór Pálsson vann Ítalann Eshan Ghandchiller með „arm triangle“ hengingu í 2. lotu. Þar sem veltivigtarflokkurinn var stór þurfti Bjarki að keppa aftur síðar í dag.

Egill Øydvin Hjördísarson mætti Tencho Karanev frá Búlgaríu í léttþungavigt. Egill tapaði því miður eftir „guillotine“ hengingu eftir 1:32 í fyrstu lotu. Þess má geta að Karanev tók silfrið á heimsmeistaramótinu síðasta sumar.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigraði hina ítölsku Ilaria Norcica eftir dómaraúrskurð. Sunna hafði yfirburði allan tímann en hún keppir í strávigt kvenna.

Inga Birna Ársælsdóttir keppti sinn fyrsta bardaga í MMA í dag. Hún mætti Varpru Rinnen frá Finnlandi í bantamvigt en tapaði eftir dómaraákvörðun.

Bjartur Guðlaugsson mætti Connor Hitchens frá Bretlandi og mátti sætta sig við tap eftir „rear naked choke“ hengingu í 3. lotu.

Pétur Jóhannes Óskarsson var að keppa sinn fyrsta MMA bardaga í dag og fékk óskabyrjun. Hann sigraði Búlgarann Yordan Ivanov með „armbar“ í fyrstu lotu en Pétur keppir í þungavigt.

Þeir Bjarki Þór Pálsson og Bjarki Ómarsson þurftu að keppa öðru sinni í dag. Bjarki Ómarsson mætti Norðmanninum Geir Kare Cemsoylu og tapaði eftir dómaraákvörðun. Bjarki er því úr leik og keppir ekki meira á mótinu.

Bjarki Þór Pálsson mætti svo Frakkanum Christophe Choteau og sigraði Bjarki með „armbar“ eftir 2:46 í fyrstu lotu! Bjarki er því kominn í undanúrslit í einum stærsta flokk mótsins.

Á morgun munu þau Bjarki Þór, Sunna Rannveig og Pétur Jóhannes keppa en aðrir eru úr leik. Nánari lýsing á bardögunum kemur síðar í kvöld.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular