spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAðeins þrír fyrrum andstæðingar Gunnars eftir í UFC

Aðeins þrír fyrrum andstæðingar Gunnars eftir í UFC

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Gunnar Nelson berst sinn níunda bardaga í UFC núna um helgina en í gær var fyrrum andstæðingur Gunnars rekinn úr UFC. Nú eru aðeins tveir fyrrum andstæðingar hans eftir í UFC.

UFC hefur nú rift samningi sínum við tíu bardagamenn. Þar á meðal var Brandon Thatch sem Gunnar Nelson sigraði í júlí 2015. Núna eru bara þrír af átta andstæðingum Gunnars í UFC ennþá í bardagasamtökunum.

DaMarques Johnson átti ekki beint farsælan feril eftir tap hans gegn Gunnari árið 2012. Eftir bardagann í Nottingham var hann rekinn úr UFC sem þótti umdeild ákvörðun þar sem hann tók bardagann með stuttum fyrirvara og gerði UFC þar með ákveðinn greiða. Í kjölfarið barðist hann þrisvar í mismunandi bardagasamböndum og tapaði öllum þremur bardögum sínum. Síðasta tapið var í ágúst 2015 en Johnson hefur hins vegar ekki tilkynnt að hann sé endanlega hættur. Við vitum hreinlega ekki hvar Johnson heldur sig í dag.

Næstur í röðinni var Jorge Santiago frá Brasilíu sem barðist við Gunnar í London árið 2013. Eftir tapið var samningi Santioago við UFC rift. Santiago barðist einu sinni aftur en tapaði gegn Gerald Harris í WSOF. Hann tilkynnti svo síðar sama ár að hann væri hættur keppni og hefur síðan þá starfað sem yfirþjálfari í Blackzilians liðinu.

Eftir Santiago barðist Gunnar næst við Omari Akhmedov í London. Síðan þá hefur Akhmedov haldið áfram ferli sínum í UFC með ágætis árangri, þrír sigrar og tvö töp. Akhmedov er aðeins 29 ára og gæti enn átt langan feril í MMA.

Zak Cummings
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Næstur var Zak Cummings sem berst enn í UFC líkt og Akhmedov. Cummings hefur barist fjórum sinnum eftir tapið gegn Gunnari í Dublin, þrír sigrar og eitt tap.

Rick Story
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Eftir Dublin tók við stór bardagi í Stokkhólmi gegn Rick Story en sá bardagi er eini bardagi Gunnars sem hefur verið aðalbardaginn á UFC bardagakvöldi. Síðan þá hefur Story barist tvisvar í UFC, einn sigur og eitt tap. Í dag er samningur Story við UFC útrunninn og hefur hann ákveðið að taka sér pásu frá MMA til að setjast aftur á skólabekk.

Eftir tapið gegn Story afgreiddi Gunnar Brandon Thatch með miklum tilþrifum í Las Vegas. Thatch átti erfitt tímabil í kjölfarið en hann barðist tvisvar í UFC og tapaði báðum bardögunum á uppgjafartaki. Hann hafði því tapað fjórum bardögum í röð, öllum eftir uppgjafartök og hefur nú verið rekinn úr UFC.

Gunnar Nelson Demian Maia
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Næstur í búrið var Demian Maia sem er besti og reyndasti bardagamaður sem Gunnar Nelson hefur mætt. Eftir bardagann við Gunnar barðist Maia tvisvar í UFC og sigraði þá Matt Brown og Carlos Condit með uppgjafartaki. Næst mætir hann Jorge Masvidal í maí og sigri Maia er hann svo gott sem búinn að tryggja sér titilbardaga í veltivigt.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Síðast en ekki síst er Albert Tumenov sem barðist við Gunnar á síðasta ári. Eftir bardagann barðist Tumenov við Leon Edwards, sem einmitt berst núna um helgina í London, og tapaði á uppgjafartaki. Síðan þá ákvað Tumenov að semja frekar við ACB bardagasamtökin í Rússlandi og er kominn með sinn næsta bardaga.

Það eru því aðeins þrír af átta andstæðingum Gunnars í UFC ennþá í bardagasamtökunum. Það má því segja að starf Alan Jouban í UFC sé strax komið í hættu bara við það að mæta Gunnari í búrinu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular