spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í desember 2015

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í desember 2015

Jólin koma snemma í ár fyrir MMA aðdáendur. Desember er mánuður draumabardaganna þar sem UFC ræður ríkjum og stærsta bardagakvöld í sögu íþróttarinnar mun eiga sér stað í Las Vegas.

Við getum beðið eftir Star Wars en UFC 194 er einstakur viðburður. Á boðstólnum í desember eru þrír titilbardagar, stærsti bardagi Gunnars Nelson á ferlinum, stærsti bardagi Conor McGregor á ferlinum og svo margt annað. Vindum okkur í þetta.

ferguson barboza10. The Ultimate Fighter 22 Finale, 11. desember – Edson Barboza gegn Tony Ferguson (léttvigt)

Byrjum listann á spennandi bardaga sem hefur fallið í skuggann á risabardögum mánaðarins. Tony Ferguson átti að mæta Khabib Nurmagomedov sem meiddist í lok október. Barboza er gjörólíkur stíll en breytingin kom þó með góðum fyrirvara fyrir Ferguson. Allir vita hverju búast má við frá Barboza en Ferguson er aðeins erfiðari að átta sig á. Hann er alhliða góður og tekur skemmtilegar áhættur á gólfinu sem skila stundum árangri.

Spá: Ferguson dregur Barboza í gólfið og klárar með „rear-naked choke“ í fyrstu lotu.

holloway-and-stephens9. UFC 194, 12. desember – Max Holloway gegn Jeremy Stephens (fjaðurvigt)

Þessi bardagi verður góð upphitun fyrir Gunnar Nelson gegn Demian Maia. Það er ástæða fyrir því að þetta er fyrsti bardaginn á aðalhluta UFC 194. Max Holloway og Jeremy Stephens munu mætast í miðju búrinu og láta höggin flæða. Holloway er tæknilegri en Stephens höggþyngri. Báðir elska að skiptast á höggum og það er uppskrift af einhverju rosalegu.

Spá: Ég hef stundum vanmetið Stephens en get þó ekki annað en valið Holloway sem hefur litið mjög vel út upp á síðkastið. Holloway sigrar á stigum.

Van_Zant_Rose_Namajunas8. UFC Fight Night 80, 10. desember – Rose Namajunas gegn Paige VanZant (strávigt kvenna)

Þegar Joanne Calderwood meiddist kom mörgum á óvart að Rose Namajunes skyldi vera valin í hennar stað. Namajunes er númer þrjú á styrkleikalista UFC og lang erfiðasta verkefni sem nýstirnið Paie VanZant hefur þurft að eiga við. Spurningin er hvort að þetta verkefni sé að koma of fljótt á ferlinum.

Spá: Paige er seig en villt. Rose er tæknilega betri og sigrar á stigum eða með uppgjafartaki.

dos-Santos-Overeem7. UFC on Fox 17, 19. desember – Junior dos Santos gegn Alistair Overeem (þungavigt)

Þetta er sennilega skemmtilegasti bardaginn sem hægt er að setja saman í þungavigt. Báðir eru risastórir rotarar sem vilja lítið með gólfið hafa. Stílarnir eru samt ólíkir, dos Santos er boxari á meðan Overeem er sparkboxari með banvæn hnéspörk. Munurinn í þessum bardaga gæti væri hakan.

Spá: JDS rotar „The Reem“ í fyrstu lotu.

chad-mendes-vs-frankie-edgar6. The Ultimate Fighter 22 Finale, 11. desember – Chad Mendes gegn Frankie Edgar (fjaðurvigt)

Þessi bardagi verður föstudagskvöldið fyrir UFC 194. Ansi góð upphitun það og mikilvægur bardagi að auki. Sigurvegarinn er líklegur andstæðingur á móti sigurvegara í José Aldo og Conor McGregor bardaganum, sérstaklega ef það verður Frankie Edgar. Sigri McGregor Aldo verður þó að teljast líklegt að þeir berjist strax aftur. Edgar og Mendes verða báðir að vinna til að halda voninni lifandi um annan titilbardaga.

Spá: Báðir eru frábærir glímumenn en Edgar ætti að getað útboxað Mendes standandi. Edgar sigrar á stigum.

souza romero5. UFC 194, 12. desember – Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Yoel Romero (millivigt)

Þessi glímuskrímsli áttu fyrst að mætast á UFC 184 og svo á UFC on Fox 15. Örlögin hafa hins vegar stýrt þeim á stærsta bardagakvöld ársins, sama kvöld og titilbardagi fer fram í þeirra þyngdarflokki. Sigurvegarinn af þessum bardaga fær næstum örugglega að skora á meirstarann sem gerir bardagann enn meira spennandi. Það verður áhugavert að sjá þessa ólíku en gríðarsterku glímustíla mætast, brasilískt jiu-jitsu gegn ólympískri glímu.

Spá: Bardaginn gæti orðið jafn á gólfinu en standandi ætti Jacare að hafa betur. Jacare sigrar á stigum.

Cerrone_dosAnjos4. UFC on Fox 17, 19. desember – Rafael dos Anjos gegn Donald Cerrone (léttvigt)

Verður Donald Cerrone loksins meistari? Það væri gaman en kanski ekki mjög líklegt. Cerrone hefur unnið átta bardaga í röð en hans síðasta tap var árið 2013 gegn….Rafael dos Anjos. Bardagann sigraði dos Anjos sannfærandi og síðan þá hefur hann bætt sig töluvert. Hann leit sérstaklega vel út í sigri geng Anthony Pettis í hans síðasta bardaga svo þetta verður erfitt fyrir hinn skemmtilega ‘Cowboy’.

Spá: Rafael dos Anjos sigrar aftur á stigum.

weidman rockhold3. UFC 194, 12. desember – Chris Weidman gegn Luke Rockhold (millivigt)

Að öllu jöfnu væri þetta sennilega mest spennandi bardagi mánaðarins en þessi desember svo sannarlega enginn venjulegur mánuður. Chris Weidman hefur sannað sig með sigrum gegn brasilíska þríeykinu, þ.e. Anderson Silva, Lyoto Machida og Vitor Belfort. Það má hins vegar líta á það þannig að þeir þrír séu gamli skólinn og Luke Rockhold er nýji skólinn. Rockhold er fyrrum Strikeforcemeistari og er á besta aldri. Hann hefur unnið þrettán af síðustu fjórtán bardögum, þar með talið gegn Jacare Souza, Tim Kennedy, Lyoto Machida og Michael Bisping.

Spá: Rockhold mun verjast Weidman á gólfinu og sparka hann í sundur standandi. Luke Rockhold klárar Weidman í fjórðu lotu og nýr meistari verður krýndur.

maia-vs-nelson22. UFC 194, 12. desember – Demian Maia gegn Gunnar Nelson (veltivigt)

Þá er loksins komið að því að Gunnar Nelson fái að berjast við topp tíu andstæðing í UFC. Þessi bardagi virðist koma á fullkomnum tíma á móti fullkomnum andstæðingi. Bardaginn er án efa mikilvægasti bardagi Gunnars til þessa. Demian Maia hefur barist við alla: Anderson Silva, Chris Weidman, Chael Sonnen og Rory MacDonald svo einhverjir séu nefndir. Hann afgreiddi Rick Story eftirminnilega og hefur nú sigrað þrjá bardaga í röð. Það skal enginn vanmeta Maia.

Spá: Eftir nokkrar skemmtilegar byltur á gólfinu sigrar Gunnar á tæknilegu rothöggi í 2. lotu.

conor aldo1. UFC 194, 12. desember – José Aldo gegn Conor McGregor (fjaðurvigt)

Nú eru aðeins nokkrir dagar í bardaga ársins sem MMA aðdáendur hafa beðið og beðið eftir. Krossleggjum fingur og vonum að ekkert fari úrskeiðis því þetta verður veisla.

Spá: Bardaginn verður tvísýnn framan af þar til Conor McGregor fer að raða inn framspörkum í magann og vinstri höndum beint á kjammann. McGregor afgreiðir Aldo í þriðju lotu, rothögg.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular