0

Alistair Overeem fékk matareitrun sólarhringi fyrir UFC 209

Alistair Overeem fékk matareitrun á föstudaginn aðeins sólarhringi fyrir bardaga sinn gegn Mark Hunt. Overeem var kastandi upp og þurfti að fara upp á spítala.

Alistair Overeem sigraði Mark Hunt með rothöggi í 3. lotu. Bardaginn var skemmtilegur og var Overeem með yfirhöndina þegar hann náði rothögginu.

Á blaðamannafundinum eftir bardagann greindi Dana White, forseti UFC, frá því að Overeem hefði fengið matareitrun daginn fyrir bardagann. Overeem þurfti að dvelja á spítala í sólarhring vegna matareitrunar. Hann þurfti að fá næringu í æð og gat ekki farið af hótelherberginu enda sífellt kastandi upp.

Overeem var sendur upp á spítala til aðhlynningar en það kom aldrei til greina hjá honum að hætta við bardagann.

Hér má sjá blaðamannafundinn með Alistair Overeem og Dana White síðan í gær.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply