0

Bjarki Ómars og Bjartur berjast í Fightstar á laugardaginn

Tveir Íslendingar verða í eldlínunni á laugardaginn í London. Þeir Bjarki Ómarsson og Bjartur Guðlaugsson úr Mjölni berjast þá á Fightstar 16 bardagakvöldinu.

Bjarki Ómarsson snýr aftur í búrið eftir árs fjarveru þegar hann mætir James Hendin á laugardaginn. Bjarki fær loksins að berjast en hann hefur átt í erfiðleikum með að fá bardaga.

Bjarki ‘The Kid’ Ómarsson barðist sinn fyrsta atvinnubardaga í MMA í desember í fyrra. Þá sigraði hann Mehmosh Raza (þá 5-1 sem atvinnumaður) eftir klofna dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Síðan þá hefur Bjarki ekkert barist á meðan Raza er nú 10-3 sem atvinnumaður.

Bjarki átti að berjast sinn annan atvinnubardaga í apríl en braut á sér höndina í aðdraganda bardagans og þurfti að bakka út. Bjarki hefur verið heill heilsu í dágóðan tíma en ekki fengið bardaga fyrr en nú. Bjarki var kominn með bardaga á Italian Cage Fighting bardagakvöldi í desember en andstæðingurinn meiddist. Bjarki var lengi búinn að reyna að komast á þetta tiltekna Fightstar bardagakvöld í desember og fékk loks andstæðing.

Bjarki mætir James Hendin og verður þetta frumraun Hendin sem atvinnumaður í MMA. Hendin er 7-2 sem áhugamaður og ætti þetta að verða áhugaverður bardagi. Bardaginn fer fram í léttvigt en Bjarki er vanur að berjast í fjaðurvigt. Eins og áður segir er um atvinnubardaga að ræða en þar er bardaginn þrjár fimm mínútna lotur og olnbogar leyfðir.

Bjartur Guðlaugsson (2-4) keppir áhugamannabardaga gegn Noah Mannion (2-5) sama kvöld í fjaðurvigt. Bjartur hefur ekki keppt síðan hann tapaði fyrir Dario Dratar á Fightstar í desember í fyrra. Í áhugamannabardögum eru loturnar þrjár mínútur og olnbogar ekki leyfilegir.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.