spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 bestu bardagakapparnir sem hafa aldrei verið rotaðir

Föstudagstopplistinn: 10 bestu bardagakapparnir sem hafa aldrei verið rotaðir

Þá er loks kominn föstudagur og honum fylgir Föstudagstopplisti. Í dag munum við skoða tíu bestu MMA kappana sem hafa aldrei tapað með rothöggi eða tæknilegu rothöggi.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

10. Rick Story (18-8)

Story er vanmetinn af mörgum. Hann hefur sigrað menn á borð við Johny Hendricks, Thiago Alves og Gunnar Nelson. Hann hefur keppt 26 sinnum gegn sumum af bestu keppendum heims en aldrei verið rotaður.

condit9. Carlos Condit (29-8)

Condit hefur keppt við suma af höggþyngstu mönnum veltivigtarinnar, svo sem Johny Hendricks og Jake Ellenberger, en hefur þó aldrei verið rotaður. Í seinasta bardaga sínum, gegn Tyron Woodley, tapaði hann eftir ‘tæknilegt rothögg’ en það var vegna hnémeiðsla sem áttu sér stað í bardaganum.

johnson davis8. Anthony ‘Rumble’ Johnson (19-4)

‘Rumble’ mætir meistara Jon Jones í maí. Johnson hefur átt ótrúlegan feril og keppt í allt frá veltivigt til þungavigtar. Hann mætti sem dæmi Andrei Arlovski í þungavigtinni árið 2013 en hefur þrátt fyrir það aldrei tapað eftir rothögg. Það verður fróðlegt að sjá hvort það verði breyting þar á þegar hann mætir Jon Jones í maí.

19-Bas-Rutten

7. Bas Rutten (28-4-1)

Bas Rutten er ein af lifandi goðsögnum íþróttarinnar. Hann keppti 33 MMA bardaga og 16 bardaga í sparkboxi en var aldrei rotaður á ferlinum. Þetta er enn merkilegra afrek þar sem Rutten keppti marga þessara bardaga í þungavigt.

dominick cruz6. Dominick Cruz (20-1)

Cruz hafði alla burði til að verða besti MMA kappi í heimi en hann hefur þjáðst af þrálátum hnémeiðslum sem hafa haldið honum á hliðarlínunni meira og minna síðan 2011. Hann lét aldrei rota sig í 21 bardaga gegn þrælsterkum andstæðingum á borð við Urijah Faber og Demetrious Johnson. Óvíst er hvort eða hvernær Cruz snýr aftur í búrið.

edgar swanson5. Frankie Edgar (18-4-1)

Edgar keppti þrisvar við Gray Maynard fyrir nokkrum árum. Þar komst Edgar oft í hann krappann en Maynard sagði að það hefði verið ómögulegt að rota Edgar; hann hafi reynt all – hné, olnboga, vinstri krók. Maynard sagðist fullviss um að hafnarboltakylfa hefði ekki dugað til að klára Edgar það kvöldið. Grjótharði Jersey drengurinn mætir Uriah Faber í Manila í maí.

Demetrious-Johnson4. Demitrious ‘Mighty Mouse’ Johnson (21-2-1)

Johnson fær oft ekki þá virðingu sem hann á skilið þar sem hann keppir í léttasta þyngdarflokkinum. Margir halda að færri rothögg eigi sér stað í fluguvigtinni miðað við aðra þyngdarflokka en það er miskilningur. ‘Mighty Mouse’ hefur keppt 24 sinnum en aldrei verið rotaður.

anthony-pettis-kick-o3. Anthony Pettis (18-2)

Léttvigtarmeistarinn keppir um helgina og mun án efa sýna færni sína standandi. Pettis er sérlega spennandi á fótunum og reynir oft óhefðbundna hluti og tekur áhættu. Það kemur því e.t.v. örlítið á óvart að hann hefur aldrei tapað með rothöggi. Pettis keppir einnig í þeim þyngdarflokki sem margir telja sá sterkasti í UFC núna sem gerir þetta afrek hans enn merkilegra. Anthony Pettis mætir Rafael dos Anjos á UFC 185 annað kvöld.

aldo mendes2. José Aldo (25-1)

José Aldo hefur ekki tapað bardaga í tæplega tíu ár. Það kemur því líklega ekki á óvart að hann hefur aldrei verið sigraður með rothöggi. Aldo mætir Conor McGregor í júlí á UFC 189 í Las Vegas í bardaga sem allir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu.

Jon jones vinnur1. Jon Jones (21-1)

Jones hefur mætt öllum roturunum í léttþungavigtinni: Ryan Bader, Shogun Rua, Rampage Jackson, Lyoto Machida, Vitor Belfort og Glover Teixeira. Allt gífurlega höggþungir menn sem margir hverjir hafa klárað tugi andstæðinga með rothöggi. Jones stöðvaði þá alla og ekki sér fyrir endann á sigurgöngu hans. Hann mætir enn einum rotaranum í maí þegar Anthony ‘Rumble’ Johnson gerir atlögu að titlinum. ‘Rumble’ er einmitt á þessum lista og líklegt að annar hvor þeirra missi nafnbótina ‘órotaður’ eftir að þeir mætast.

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular