spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 bestu bardagar sem eru eftir á árinu 2014

Föstudagstopplistinn: 10 bestu bardagar sem eru eftir á árinu 2014

Nú eru ekki nema rétt rúmir tveir mánuðir eftir af árinu 2014 þannig að það er lítið af bardögum eftir á þessu ári. Annað kvöld fer bardagi Jose Aldo gegn Chad Mendes fram, bardagi sem margir hafa beðið spenntir eftir. En hvaða aðrir stórir bardagar eru á dagskrá fram að áramótum?

dennis bermudez

10. Ricardo Lamas vs. Dennis Bermudez – UFC 180 – 15. nóvember

Dennis Bermudez er einn vanmetnasti bardagamaður í UFC og hefur sigrað sjö bardaga í röð í UFC. Verður Lamas áttunda fórnarlamb hans í röð?

100914-UFC-holly-holm-raquel-pennington-LN-PI

9. Raquel Pennington vs. Holly Holm – UFC 181 – 6. desember

Það er mjög spennandi að sjá Holly Holm spreyta sig í UFC og bardaginn gegn Pennington gefur okkur hugmynd um hvar hún stendur meðal UFC bardagakvenna.

091714-UFC-Alistair-Overeem-Stefan-Struve-J2-PI

8. Alistair Overeem vs. Stefan Struve – UFC on Fox: dos Santos vs. Miocic – 13. desember

Overeem hefur gengið misjafnlega í UFC og Struve hefur verið frá vegna veikinda í langan tíma. Snýr Struve aftur með sigri eða mun Overeem taka sig á?

101514-UFC-Renan-Barao-Mitch-Gagnon-MM-PI

7. Renan Barao vs. Mitch Gagnon – UFC Fight Night: Machida vs. Dollaway – 20. desember

Eftir alvarleg mistök og hneyksli fyrir titilbardaga þar sem leið yfir Barao þegar hann var að reyna að ná vigt fær fyrrverandi meistarinn Barao andstæðing sem hann hann á að sigra. En Gagnon hefur unnið fjóra bardaga í röð og gæti stimplað sig inn sem toppmaður í bantamvigt með sigri á Barao.

dos-santos-y-miocic

6. Junior Dos Santos vs Stipe Miocic – UFC on Fox: Dos Santos vs. Miocic – 13. desember

Junior Dos Santos hefur bara tvisvar tapað síðan 2007, í bæði skiptin gegn Cain Velasquez. Það er alltof langt síðan við sáum JDS keppa en á meðan hefur Miocic unnið sig upp. Ef Miocic sigrar verður hann skyndilega einn af aðalkeppinautunum í þungavigtardeild UFC.

Werdum-vs-Hunt-UFC-180

5. Fabricio Werdum vs Mark Hunt – UFC 180 – 15. nóvember

Það eru vissulega vonbrigði að Velasquez sé meiddur en það verður spennandi að sjá þessa jötna berjast. Verður það krafturinn hjá Hunt eða tæknin hjá Werdum sem sigrar?

Frankie

4. Frankie Edgar vs Cub Swanson – UFC Fight Night: Edgar vs. Swanson – 22. nóvember

Þessir tveir bardagamenn eru meðal þeirra allra bestu í heimi í fjaðurvigt og eiga aldrei leiðinlega bardaga.

aldo mendes

3. Jose Aldo vs Chad Mendes – UFC 179 – 25. október

Bardagi Aldo gegn Mendes er búinn að standa til lengi og Mendes þráir hefnd eftir síðastu viðureign þeirra. Fáum við nýjan fjaðurvigtarmeistara?

PettisMelendes

2. Anthony Pettis vs Gilbert Melendez – UFC 181 – 6. desember

Anthony Pettis er einn færasti bardagamaður í heimi en berst alltof sjaldan. Það verður gaman að sjá hann mæta Gilbert Melendez, sem hefur í langan tíma verið einn sá besti í léttvigt.

hendricks lawler

1. Johny Hendricks vs Robbie Lawler – UFC 181 – 6. desember

Óneitanlega einn mest spennandi bardagi ársins. Fyrsta viðureign þeirra var hnífjöfn og það má búast við að þeir berjist af jafnvel meiri hörku í annað skiptið. Ómissandi bardagi fyrir alla MMA áhugamenn.

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular