spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFöstudagstopplistinn: 5 bestu bardagar ársins hingað til

Föstudagstopplistinn: 5 bestu bardagar ársins hingað til

Nú þegar árið er rúmlega hálfnað er tilvalið að líta á fimm bestu bardaga ársins hingað til. Margir frábærir bardagar hafa litið dagsins ljós á þessu ári en þessir fimm standa upp úr.

5. Abel Trujillo gegn Jamie Varner á UFC 169 – 1. febrúar

Nánast allir bardagar Jamie Varner eru skemmtilegir en þessi var einfaldlega frábær! Báðir voru vankaðir í bardaganum en héldu áfram að sækja. Bardaganum lauk með rothöggi Trujillo í 2. lotu en þetta var í fyrsta sinn sem Jamie Varner var rotaður.

Varner Abel Trujillo

4. Pat Curran gegn Daniel Straus á Bellator 112 – 14. mars

Þessi titilbardagi í fjaðurvigtinni í Bellator var hreinlega magnaður. Daniel Straus hafði nokkuð óvænt tekið beltið af Curran á Bellator 106 eftir dómaraákvörðun. Allt stefndi í að Straus myndi aftur sigra Curran eftir dómaraákvörðun þangað til í lok 5. lotu. Curran náði þá að læsa Straus í “rear naked choke” en þrátt fyrir að Straus hafi gefið merki um að hann væri í lagi þurfti hann að tappa út þegar um 16 sekúndur voru eftir. Bardaginn var hnífjafn en samkvæmt dómarablöðunum hefði Straus sigrað bardagann ef hann hefði haldið út í 16 sekúndur í viðbót. Sýnishorn úr bardaganum má sjá hér.

3.  Chris Weidman gegn Lyoto Machida á UFC 175 – 5. júlí

Þessi titilbardagi í millivigt stóð undir öllum væntingum sem gerðar voru til hans. Weidman sigraði fyrstu tvær loturnar örugglega og virtist vanka Machida í þriðju lotu. Eftir það vaknaði Machida til lífsins og sótti mikið síðustu tvær loturnar. Weidman þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum og var hans erfiðasti bardagi hingað til. Weidman sigraði eftir dómaraákvörðun en bardaginn var fjörugur og skemmtilegur.

2. Matt Brown gegn Erick Silva á UFC Fight Night 40 – 10. maí

Ótrúlegt en satt þá var Erick Silva talinn sigurstranglegri fyrir bardagann. Eftir fast spark Silva í lifur Matt Brown virtist sem bardaginn væri búinn en það er hægara sagt en gert að stöðva Matt Brown. Eftir að hafa lifað af erfiða fyrstu lotu kom Brown öflugur til baka gegn þreyttum Silva. Brown kýldi Silva sundur og saman og sigraði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu í mögnuðum bardaga.

matt brown erick silva

matt brown erick silva 2

1. Johny Hendricks gegn Robbie Lawler á UFC 171 – 15. mars

Þessi titilbardagi í veltivigt var einn besti titilbardagi í sögu UFC. Hendricks stjórnaði fyrstu tveimur lotunum og virtist allt stefna í öruggan sigur hjá honum. Í 3. lotu náði Robbie Lawler inn góðum höggum og virtist vanka Hendricks vel í þeirri fjórðu. Það var því allt hnífjafnt þegar kom að fimmtu og síðustu lotunni en Hendricks tryggði sér titilinn í 5. lotu með góðri fellu og varð þar með veltivigtarmeistari UFC.

johny-hendricks-robbie-lawler-ufc-1712

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular