Monday, June 24, 2024
spot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 meisturum sem ekki var spáð sigri

Föstudagstopplistinn: 5 meisturum sem ekki var spáð sigri

Föstudagurinn langi er genginn í garð og eins og alla föstudaga er Föstudagstopplistinn kominn á sinn stað. Í dag ætlum við að skoða fimm tilvik þar sem meistarinn var talinn ólíklegri sigurvegarinn í titilbardaga.

Í flestum titilbardögum er meistarinn sigurstranglegri enda besti bardagamaður heims á þeim tímapunkti. Það hafa þó komið upp nokkur tilvik þar sem andstæðingurinn er talinn sigurstranglegri en oftast nær er það í fyrstu titilvörn meistarans.

rory lawler5. Robbie Lawler gegn Rory MacDonald – UFC 189 (11. júlí 2015)

Nærtækasta dæmið er þessi titilbardagi í veltivigtinni sem fram fer á UFC 189 í sumar. Veltivigtarmeistarinn Robbie Lawler er lítilmagni að þessu sinni og telja veðbankar að áskorandinn Rory MacDonald fari með sigur af hólmi. Þrátt fyrir að tiltölulega stutt sé síðan Lawler sigraði MacDonald telja flestir að Lawler tapi titlinum í sinni fyrstu titilvörn.

UFC 119: Matt Serra vs Chris Lytle

4. Matt Serra gegn Georges St. Pierre 2 – UFC 83 (19. apríl 2008)

Fyrsta titilvörn Matt Serra var gegn manninum sem Serra hafði óvænt sigrað og tekið beltið af ári áður. Þrátt fyrir að Serra hafi rotað Georges St. Pierre (GSP) í fyrstu lotu í fyrri bardaganum var GSP talsvert sigurstranglegri í þessum bardaga. Í þetta sinn urðu GSP á engin mistök og sigraði hann með miklum yfirburðum.

Frankie Edgar og Chris Weidman ásamt Rondu Rousey.
Frankie Edgar og Chris Weidman ásamt Rondu Rousey.

3. Chris Weidman gegn Anderson Silva 2 / Frankie Edgar gegn BJ Penn 2

Í bæði skiptin sigraði lítilmagninn fyrri bardagann og töldu flestir að fyrrum meistarar kæmu sterkir til baka og myndu taka titlana sína í seinni bardögunum. Chris Weidman rotaði Anderson Silva afar óvænt eftir látalæti í Silva og töldu flestir að ef Silva kæmi alvarlegur til leiks næst myndi hann fara með sigur af hólmi. Silva var talinn sigurstranglegri í seinni bardaganum (líkt og í fyrri bardaganum) en aftur sigraði Chris Weidman. Frankie Edgar sigraði BJ Penn óvænt í fyrri bardaga þeirra (það má deila um dómaraákvörðunina) og bjuggust flestir við að BJ Penn myndi taka Edgar í seinni bardaganum. Þrátt fyrir að vera sigurstranglegri mátti Penn sætta sig við annað tap gegn Edgar.

ronda tate

2. Miesha Tate gegn Ronda Rousey – Strikeforce: Tate vs. Rousey (3. mars 2012)

Ofurstjarnan Ronda Rousey hefur verið sigurstranglegri í öllum sínum bardögum og sama var uppi á teningnum er hún mætti þáverandi Strikeforce meistaranum Mieshu Tate. Nánast allir töldu að meistarinn myndi tapa. Þetta var fyrsta titilvörn Tate sem Strikeforce meistari en Ronda Rousey sigraði eftir „armbar“ í fyrstu lotu.

shogun jones

1. Maurico ‘Shogun’ Rua gegn Jon Jones – UFC 128 (19. mars 2011)

Fyrsta titilvörn Shogun Rua kom gegn Jon Jones. Nokkuð óvænt var hinn ungi Jones talsvert sigurstranlegri hjá veðbönkum og reyndist þetta vera eina titilvörn Shogun í UFC. Jones gjörsigraði Shogun og hafði mikla yfirburði frá fyrstu sekúndu bardagans. Shogun þraukaði í þrjár lotur áður en Jones kláraði Shogun. Jon Jones hefur haldið beltinu síðan þá og er í dag einn besti bardagamaður heims.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular