0

Gunnar: Conor rotar Khabib snemma

Conor McGregor mætir Khabib Nurmagomedov á UFC 229 í október. Gunnar telur að æfingafélagi sinn muni rota Khabib nokkuð snemma í bardaganum.

Þeir Gunnar Nelson og Conor McGregor hafa lengi æft saman undir handleiðslu John Kavanagh. Þann 6. október mun Conor mæta Khabib í Las Vegas og ríkir gríðarleg spenna fyrir bardaganum.

„Ég held að Conor roti hann tiltölulega snemma. Mér finnst standupið hjá Khabib bjóða svo hrikalega upp á það og hann spilar sig þannig standandi að ég held að um leið og hann rushi inn, ef hann skýtur ekki bara í low single á móti Conor, þá er Conor alltaf að fara að hitta hann og það er að fara að taka helvíti vel úr honum, ef ekki slá hann niður,“ segir Gunnar um bardagann.

Eftir rúma viku verður barist upp á titilinn í þyngdarflokki Gunnars. Meistarinn Tyron Woodley mætir þá Darren Till en Gunnar telur að þetta sé ekki beint verðskuldaður titilbardagi fyrir Till. Darren Till hefur tvisvar mistekist að ná vigt í UFC og er það skrítið að mati Gunnars að hann fái titilbardaga.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.