spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHver verður andstæðingur Gunnars á UFC 189?

Hver verður andstæðingur Gunnars á UFC 189?

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Eins og við greindum frá fyrr í kvöld er John Hathaway meiddur og getur ekki barist gegn Gunnari Nelson á UFC 189. Gunnar er án andstæðings sem stendur en hver gæti fyllt skarð Hathaway með svo skömmum fyrirvara?

Aðeins 18 dagar eru í risabardagakvöldið þann 11. júlí og því erfitt fyrir UFC að finna staðgengil með svo skömmum fyrirvara. Niðurskurðurinn yrði erfiður og því ekki margir sem koma til greina.

Á UFC 189 eiga fimm veltivigtarbardagar að fara fram og gæti UFC ákveðið að breyta einum af þeim bardögum enda er bardagi Gunnars á aðalhluta UFC 189. Það er stór stökkpallur sem margir myndu eflaust vilja stökkva á.

Lítum á þá sem eru líklegastir að okkar mati:

Erick Silva: Eins og við greindum frá í fyrri frétt okkar um málið er Erick Silva ekki með bardaga. Silva átti að mæta Rick Story nú um helgina en fékk ekki vegabréfsáritun í Bandaríkjunum. Hann ætti því að vera í fanta góðu formi og tilbúinn í slaginn. Hann er án andstæðings en spurning er hvort að vandamálið með vegabréfsáritunina verði úr sögunni í þetta sinn?

Lítum þá á veltivigtarbardagana þann 11. júlí.

Matt Brown gegn Tim Means: Þessi bardagi er aðalbardagi Fox Sports hluta bardagakvöldsins og því ólíklegt að honum verði breytt. Bardagi gegn Matt Brown yrði þó rosaleg áskorun fyrir Gunnar.

Brandon Thatch gegn John Howard: Næsti bardagi í veltivigtinni er milli Brandon Thatch og John Howard. Annar hvor þeirra gæti fengið kallið og væri það verðug áskorun. Thatch þykir mjög efnilegur og spennandi bardagamaður og er því sennilega líklegri en Howard til að fá kallið.

Mike Swick gegn Alex Garcia: Líkt og Thatch er Alex Garcia efnilegur í veltivigtinni og búast margir við miklu af honum. Mike Swick er reynslubolti sem hefur ekkert barist í langan tíma vegna meiðsla og kannski óþarfa áhætta að færa hann á aðalhluta bardagakvöldsins vegna þess. Garcia gæti fengið kallið.

Cathal Pendred hefur ítrekað lýst yfir áhuga á að hlaupa í skarðið ef einhver meiðist á bardagakvöldinu. Hann mun samt aldrei berjast gegn Gunnari en gæti verið staðgengill þess sem færi á aðalhluta bardagakvöldsins gegn Gunnari.

Aðrir topp bardagamenn í veltivigtinni sem eru án andstæðings:

Ryan LaFlare: Átti að mæta Gunnari í fyrra en meiddist. Er án andstæðings en gæti verið meiddur.

Jordan Mein: Ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Thiago Alves í janúar og er án andstæðings. Yrði frábær viðureign.

Josh Burkman: Tapaði fyrir Dong Hyun Kim í lok maí og er laus.

Patrick Coté: Sigraði Joe Riggs í apríl og er án andstæðings. Reynslubolti og þekktur.

Rick Story: Átti að mæta Erick Silva nú um helgina en er nú án andstæðings. Það er þó ólíklegt að UFC láti Story og Gunnar berjast strax aftur svo skömmu eftir bardaga þeirra í október.

Ben Henderson: Keppir í léttvigt en hefur áður barist í veltivigt með skömmum fyrirvara. Er stórt nafn en hefur óskað eftir því að næsti bardagi fari fram í Kóreu í nóvember.

Tarec Saffiedine: Er án andstæðings en er alltaf meiddur og er líklegast meiddur núna.

Þetta eru sennilega þeir líklegustu eins og staðan er í dag. Stærri nöfn á borð við Tyron Woodley og Carlos Condit eru án andstæðings en eru ólíklegir til að taka svona bardaga með skömmum fyrirvara. UFC gæti látið óþekktari bardagamann fá tækifærið líkt og í tilviki Zak Cummings í fyrra.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular