spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Dóri DNA

Spámaður helgarinnar: Dóri DNA

fightplay-ufc170a

Næsta laugardagskvöld fer fram UFC 170 í mekku bardagaíþróttanna, Las Vegas. Hæst ber að nefna að Ronda Rousey ver titilinn sinn gegn Sara McMann og Daniel Cormier mætir UFC nýliða. Við fengum Halldór Halldórsson, betur þekktan sem Dóri DNA, til að spá í spilin fyrir bardaga helgarinnar. Dóri er mikill MMA áhugamaður en hann hefur fylgst með íþróttinni um árabil.

Veltivigt: Robert Whittaker vs. Stephen Thompson

Whitaker er frekar flott prospect. En ég er skotnari í Thompson, hann er drullu öflugur. Whitaker mun eiga sín móment samt. Thompson sigrar með tæknilegu rothöggi í 3. lotu.

Veltivigt: Mike Pyle vs. TJ Waldburger

TJ Waldburger hefur nett flogið framhjá mér, en Pyle er seigur og sigrar eftir dómaraákvörðun.

Veltivigt: Rory MacDonald vs. Demian Maia

Maia mun eiga góða fyrstu lotu – svo dalar hann. Rory verður orðinn cocky og asnalegur í síðustu lotu. Rory MacDonald sigrar eftir dómarákvörðun.

Léttþungavigt: Daniel Cormier vs. Patrick Cummins

Dýrka svona Rocky kjaftæði. Það er eflaust einhver hundur í Cormier að vilja glíma við Cummins. En því miður, þessi Cummins er full sloppy á löppunum. Cormier króar hann af og lemur hann niður. Cormier sigrar í lok 1. lotu eða í upphafi á 2. lotu.

Bantamvigt kvenna: Ronda Rousey vs. Sara McMann – titilbardagi

Ronda Rousey er á róli núna. Það þarf eitthvað meira til að fella hana en sterkur wrestler er ekki endilega svarið við öllu. Rousey hefur brjálað sjálfsöryggi og er einstaklega úrræða góður bardagamaður. Þetta verður grappling showcase og hún er með þennan einstaka júdó-sprengikraft. Þess vegna spái ég í armbar í 2. lotu, áður en allir verða þreyttir og sveittir.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular