Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUppröðun bardaga á UFC 202 er klár

Uppröðun bardaga á UFC 202 er klár

Aðeins 11 dagar er í UFC 202 þar sem Conor McGregor og Nate Diaz mætast. Nú er uppröðun bardaganna opinber og lítur bardagakvöldið ansi vel út.

Mikil tilhlökkun ríkir fyrir síðustu þrjá bardaga kvöldsins. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Anthony Johnson og Glover Teixeira en sú viðureign ætti að vera töluvert skemmtileg. Bardagi Rick Story og Donald Cerrone verður einnig afar áhugaverður og svo er Tim Means alltaf í skemmtilegum bardögum.

Á myndinni má sjá að Means á að mæta Sean Strickland en sá síðarnefndi er meiddur og kemur Sabah Homasi í hans stað.

Upphaflega átti Demian Maia og Carlos Condit að mætast á kvöldinu en sá bardagi var færður um viku og verður aðalbardaginn á UFC on Fox 21 í Kanada.

Lorenz Larkin og Neil Magny verður aðalbardaginn á Fight Pass en Magny mun freista þess að vinna sinn fjórða sigur í röð.

ufc 202 lineup

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular