UFC var með blaðamannafund fyrr í kvöld í Toronto fyrir UFC 231. Góð stemning var meðal áhorfenda og bardagamanna og afar lítið um skítkast og leiðindi.
UFC 231 fer fram á laugardaginn í Toronto. Gunnar Nelson mætir Alex Oliveira á bardagakvöldinu en aðeins fjórir bardagamenn og Dana White, forseti UFC, voru viðstaddir blaðamannafundinn í kvöld.
Það vakti athygli blaðamanna á fundinum að þeir voru vinsamlegast beðnir um að spyrja aðeins spurninga um bardaga helgarinnar. Í morgun bárust þær fréttir að Greg Hardy, fyrrum NFL leikmaðurinn sem var dæmdur fyrir heimilisofbeldi, myndi berjast sinn fyrsta UFC bardaga á sama kvöldi og Rachel Ostovich. Ostovich upplifði nýlega heimilisofbeldi frá eiginmanni hennar.
Spurningarnar á blaðamannafundinum snéru því bara að bardögum helgarinnar þar sem Max Holloway, Brian Ortega, Valentina Shevchenko og Joanna Jedrzejczyk svöruðu spurningum blaðamanna. Ortega og Holloway voru báðir á því að bardagi þeirra gæti verið sá fyrsti af nokkrum á milli þeirra. Ortega virtist þó ekki vera 100% viss um að Holloway myndi berjast.
My question to Brian Ortega:
On a scale of 0%-100% how confident are you that you’ll be fighting Max Holloway on Saturday night?
He didn’t want to answer that question.
That says a lot.— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) December 5, 2018
Joanna Jedrzejczyk telur að með sigri á fluguvigtartitlinum um helgina verði hún besta bardagakona sögunnar enda sú fyrsta til að vinna belti í tveimur flokkum.
Ortega telur að hann sigri á laugardaginn en bað fyrir Holloway að hann væri heill heilsu fyrir bardagann.
Shevchenko vs. Joanna #UFC231 pic.twitter.com/IvDJsVUqpv
— Shaheen Al-Shatti (@shaunalshatti) December 5, 2018
Holloway vs. Ortega #UFC231 pic.twitter.com/fL1vEma6MQ
— Shaheen Al-Shatti (@shaunalshatti) December 5, 2018






Blaðamannafundurinn í heild sinni.