spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVinaleg stemning á blaðamannafundinum fyrir UFC 231

Vinaleg stemning á blaðamannafundinum fyrir UFC 231

UFC var með blaðamannafund fyrr í kvöld í Toronto fyrir UFC 231. Góð stemning var meðal áhorfenda og bardagamanna og afar lítið um skítkast og leiðindi.

UFC 231 fer fram á laugardaginn í Toronto. Gunnar Nelson mætir Alex Oliveira á bardagakvöldinu en aðeins fjórir bardagamenn og Dana White, forseti UFC, voru viðstaddir blaðamannafundinn í kvöld.

Það vakti athygli blaðamanna á fundinum að þeir voru vinsamlegast beðnir um að spyrja aðeins spurninga um bardaga helgarinnar. Í morgun bárust þær fréttir að Greg Hardy, fyrrum NFL leikmaðurinn sem var dæmdur fyrir heimilisofbeldi, myndi berjast sinn fyrsta UFC bardaga á sama kvöldi og Rachel Ostovich. Ostovich upplifði nýlega heimilisofbeldi frá eiginmanni hennar.

Spurningarnar á blaðamannafundinum snéru því bara að bardögum helgarinnar þar sem Max Holloway, Brian Ortega, Valentina Shevchenko og Joanna Jedrzejczyk svöruðu spurningum blaðamanna. Ortega og Holloway voru báðir á því að bardagi þeirra gæti verið sá fyrsti af nokkrum á milli þeirra. Ortega virtist þó ekki vera 100% viss um að Holloway myndi berjast.

Joanna Jedrzejczyk telur að með sigri á fluguvigtartitlinum um helgina verði hún besta bardagakona sögunnar enda sú fyrsta til að vinna belti í tveimur flokkum.

Ortega telur að hann sigri á laugardaginn en bað fyrir Holloway að hann væri heill heilsu fyrir bardagann.

Max Holloway.
Max Holloway.
Brian Ortega.
Joanna Jedrzejczyk.
Valentina Shevchenko.
Dana White UFC 231
Dana White.

Blaðamannafundurinn í heild sinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular