Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 bestu kvikmyndirnar með MMA leikurum

Föstudagstopplistinn: 10 bestu kvikmyndirnar með MMA leikurum

Föstudagslistinn í dag snýr að leiksigrum MMA keppenda. Við lítum hér á bestu myndirnar sem MMA stjörnur hafa leikið í og ræðum lauslega frammistöðu þeirra í föstudagstopplistanum.

MMA íþróttin er smá saman að stækka sem þýðir að stærstu stjörnurnar eru smá saman að verða stórstjörnur á heimsmælikvarða. Það þýðir tækifæri til að færa út kvíarnar og þéna stórfé á auglýsingum, sjónvarpi og jafnvel kvikmyndum. MMA stjörnur eins og Ronda Rousey gætu jafnvel með tímanum orðið stórar kvikmyndastjörnur. Í dag hafa nokkrir bardagamenn látið reyna á þetta með misjöfnum árangri. Við erum að tala um leik en við látum duga ef þekktur MMA bardagamaður (eða kona) birtist í dágóðan tíma eða berst. Heimildamyndir eru ekki teknar með. Vindum okkur í þetta.

never-surrender

10. Never Surrender (2009)

Þetta er hræðileg mynd en við urðum að hafa hana með fyrst og fremst út af þessu frábæra plakati. Reyndar er þetta plakat algjör blekking. Þessar stjörnur koma fyrir í augnablik og hverfa svo á braut. Sá sem kemur mest fyrir er Heath Herring og er hann mjög slæmur leikari.

Fast And Furious 6

9. Fast & Furious 6 (2013)

Þessi mynd var reyndar ágæt en formúlan er farin að þreytast. Gina Carano er nokkuð góð en fölnar við hliðina á hæfileikaríkari leikurum.

???????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????

8. Here Comes The Boom (2012)

Þessi Kevin James grínmynd var undir meðallagi en áhorfanleg. Bas Rutten er hér í nokkuð stóru aukahlutverki sem þjálfari. Hann er ekki að fara vinna nein Óskarsverðlaun en hann stóð sig vel kallinn. Við fáum líka Krzysztof Soxzynski, Jason “Mayhem” Miller, Mark Munoz, Wanderlei Silva og Chael Sonnen. Svo er bónus: Joe Rogan, Bruce Buffer og Herb Dean.

grudge

7. Grudge Match (2013)

Þessi mynd var betri en margir halda. Þessir gömlu jaxlar hafa mikinn persónuleika og myndin tók sig alls ekki of alvarlega. Ok, þetta var ekki alveg Rocky gegn Jake LaMotta myndin sem við vildum en þessir kallar eru gamlir. Meistari Chael Sonnen mætir í einu atriði og rífur kjaft eins og honum er einum lagið.

expendables 2

6. The Expendables 2 (2012)

Þessi var talsvert betri en fyrsta myndin. Randy Couture leikur aftur Toll Road (glatað nafn) sem segir blessunarlega mjög lítið en þarf annað slagið að skjóta vonda kalla. Randy er skelfilegur leikari en hlutverk sem þessi henta honum ágætlega.

haywire

5. Haywire (2011)

Þessi þétta hasarmynd frá Steven Sodenbergh fékk mjög góðar viðtökur. Sumir bjuggust við að Gina Carano gæti orðið stór stjarna í kjölfarið en það hefur ekki alveg gerst. Skýringin er sennilega sú að hún er frekar léleg leikkona. Hún hefur útlitið og bardagaatriðin eru mjög góð en hún er stíf og vantar persónuleika þegar hún þarf að tala.

redbelt-poster-big

4. Redbelt (2008)

Þessi mynd er mjög góð bardagadrama um jiu-jitsu bardgamann sem tekur þátt í bardagamóti. Randy Couture leikur greinanda í smá stund og Frank Trigg berst. Couture er í raun bara að leika sjálfan sig og gerir það nokkuð vel.

jackson

3. The A-Team (2011)

Quinton ‘Rampage’ Jackson tók að sér hlutverk Mr. T myndinni The A-Team sem hinn grjótharði B.A. Baracus. Myndin er ansi vel heppnuð hasarmynd með flottum leikurum eins og Liam Neeson. Frammistaða Jackson er sennilega sú besta af MMA stjörnum til þessa í kvikmyndum. Hann getur næstum því leikið!

gsp

2. Captain America: The Winter Soldier (2014)

Captain America 2 er frábær mynd frá Marvel, ein besta sumarmynd ársins. MMA aðdáendur fengu smá bónus þar sem fyrrverandi UFC meistarinn í veltivigt, Georges St. Pierre, leikur illmenni sem berst við kapteininn í upphafi myndarinnar. George þarf ekki að segja mikið en hann er sannfærandi sem illmenni og harðjaxl. Bardaginn er auk þess þrusu góður.

warrior

1. Warrior (2011)

Warrior er besta MMA mynd allra tíma. Það er svo sem ekki mikil samkeppni en hún er ekki bara góð MMA mynd held almennt góð kvikmynd með gæða leikurum eins og Nick Nolte og Tom Hardy. Það er engin MMA stjarna með hlutverk beinlínis en Anthony Johnson, Nate Marquart og Yves Edwards berjast allir. Svo sjást kappar eins Rashad Evans og Stephan Bonner.

Látið okkur vita ef við vorum að gleyma einhverju.

RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular