Thursday, July 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í mars 2016

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í mars 2016

Það er hitt og þetta um að vera í mars en allt snýst þó um einn bardaga og í raun einn mann. Á morgun mun Conor McGregor stíga inn í búrið gegn Nate Diaz í mjög spennandi bardaga þó svo að ekki verði titill í húfi.

Sama kvöld ver svo Holly Holm titil sinn í bantamvigt kvenna gegn Mieshu Tate. Allt annað er nánast uppfylling en kíkjum á það helsta sem stendur upp úr.

ericksilva-nordintaleb

10. UFC 196, 5. mars – Nordine Taleb gegn Erick Silva (veltivigt)

Erick Silva er á skrítnum stað á sínum ferli. Hann skaust fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum og leit út eins og Súpermann, jafnvel í bardögum sem hann tapaði gegn Matt Brown og Jon Fitch. Síðan UFC herti lyfjaeftirlit hefur Silva hins vegar litið öðruvísi út. Gegn Neil Magny í ágúst virtist hann nokkuð venjulegur, dragi hver sínar ályktanir. Nú þarf Silva að vinna sig upp aftur og byrjar á Nordine Taleb sem er þokkalegur bardagamaður frá Kanada sem hefur unnið þrjá af fjórum bardögum sínum í UFC.

Spá: Silva á að vinna þennan bardaga nokkuð sannfærandi, TKO í fyrstu lotu.

Bellator-151
9 .Bellator 151, 4. mars – Joe Warren gegn Darrion Caldwell (bantamvigt)

Joe Warren ver titil sinn í bantamvigt gegn hinum ósigraða Darrion Caldwell á Bellator 151. Þetta er reynslan gegn æskunni og ætti að verða áhugavert.

Spá: Warren tekur Caldwell í glímukennslustund og sigrar á stigum.

WSOF29_Feature2

8 . WSOF 29, 12. mars – Justin Gaethje gegn Brian Foster (léttvigt)

WSOF er ekki beint drekkhlaðið af stjörnum en hinn ósigraði Justin Gaethje er samt nafn sem harðir MMA aðdáendur ættu að þekkja. Kappinn er ekki með Wikipedia síðu en hefur verið í frábærum bardögum undanfarið gegn Luis Palomino, Melvin Guillard og Nick Newell. Hér mætir hann Brian Foster sem barðist á tímabili í UFC og sigraði meðal annars Matt Brown.

Spá: Þetta verður harður slagur en Gaethje sigrar á rothöggi í annarri lotu.

UFC-196-Amanda-Nunes-vs-Valentina-Shevchenko

7. UFC 196, 5. mars – Amanda Nunes gegn Valentina Shevchenko (bantamvigt kvenna)

Hér er þýðingarmikill bardagi í bantamvigt kvenna. Amanda Nunes hefur litið frábærlega út, ekki síst í hennar síðasta bardaga þar sem hún gjörsigraði Sara McMann í fyrstu lotu. Nunes er nú skráð fjórða í röðinni á styrkleikalista UFC en þarf að verja sæti sitt gegn margföldum heimsmeistara í sparkboxi, Valentinu Shevchenko.

Spá: Þetta verður spennandi en Nunes ætti að ná bardaganum í gólfið þar sem hún mun afgreiða Shevchenko með uppgjafartaki í annarri lotu.

sanchez miller

6. UFC 196, 5. mars – Diego Sanchez gegn Jim Miller (léttvigt)

Diego Sanchez og Jim Miller hafa báðir tapað þremur af síðustu fjórum bardögum. Þeir gætu því hæglega verið að berjast um starfið sitt en þó er kannski ólíklegt að UFC láti Sanchez fara til Bellator. Þeir tveir er með nokkuð svipaðan stíl og eru á sama stað á ferlinum. Þeir eiga það sameiginlegt að vera nánast aldrei í leiðinlegum bardögum svo þetta ætti að verða gott stöff.

Spá: Jim Miller sigrar á stigum eftir blóðugan þriggja lotu bardaga.

mir hunt

5. UFC Fight Night 85, 20. mars – Mark Hunt gegn Frank Mir (þungavigt)

Af einhverjum ástæðum hafa þessir tveir aldrei mæst áður. Nú er fullkominn tími fyrir bardagann þar sem Mark Hunt og Frank Mir eru hlið við hlið á styrkleikalista UFC. Þetta er ekta „striker vs. grappler“ bardagi. Verður það handleggur Hunt eða haka Mir sem gefur sig?

Spá: Bardaginn verður í takt við bardaga Mir og Shane Carwin. Hunt rotar Mir í fyrstu lotu.

thatch_and_siyar

4. UFC 196, 5. mars – Brandon Thatch gegn Siyar Bahadurzada (veltivigt)

UFC hefur sérstaklega gaman af því að láta menn í sömu stöðu mætast. Brandon Thatch og Siyar Bahadurzada voru báðir sjóðheitir nýliðar fyrir stuttu. Nú hafa báðir tapað tveimur bardögum í röð og þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Báðir eru rotarar svo bardaginn ætti að verða fjörugur.

Spá: Brandon Thatch minnir hressilega á sig með rothöggi í fyrstu lotu.

Magny-Hector-Lombard

3. UFC Fight Night 85, 20. mars – Neil Magny gegn Hector Lombard (velitvigt)

Það er orðið rúmt ár síðan við sáum Hector Lombard í búrinu síðast. Fyrir þá sem ekki muna sigraði hann Josh Burkman en var svo tekinn fyrir steranotkun og dæmdur í bann (og sviptur sigrinum). Nú snýr hann aftur, orðinn 38 ára gamall, á móti Neil Magny sem er 10 árum yngri og barðist fimm sinnum á síðasta ári. Þetta er mjög áhugaverður bardagi, Lombard er einstakur íþróttamaður en hversu mikið á hann eftir?

Spá: Ég er hættur að vanmeta Magny. Hann mun finna leið til að sigra á stigum.

UFC 197 On-Sale Press Conference

2. UFC 196, 5. mars – Holly Holm gegn Miesha Tate (bantamvigt kvenna)

Allir vita að MMA stærðfræði virkar ekki. Holly Holm sigraði Rondu Rousey, Ronda Rousey sigraði Mieshu Tate, en það segir okkur hins vegar ekkert um bardaga Holm og Tate. Miesha Tate er snjöll bardagakona. Hún mun læra af mistökum Rousey og beita allt öðrum aðferðum. Markmiðið að lokum verður þó það sama og hjá Rousey, þ.e. að koma Holm niður þar sem Tate hefur yfirburði. Stóra spurningin er því, mun henni takast það?

Spá: Nei, er stutta svarið. Bardaginn verður hins vegar langur og erfiður. Holm sigrar á stigum.

Nate Diaz Conor McGregor

1. UFC 196, 5. mars – Conor McGregor gegn Nate Diaz (veltivigt)

Þessi bardagi fer fram í veltivigt en í raun má líta á hann sem léttvigt plús. Conor McGregor er meistarinn í fjaðurvigt (145 pund) og Nate Diaz er númer fimm á styrkleikalista UFC í léttvigt. Báðir verða stærri en venjulega en það sem skiptir kannski mestu máli er að Nate Diaz er hærri og með lengri faðm. Það getur valdið McGregor erfiðleikum. Diaz er vinnusamur pressuboxari með svart belti í jiu-jitsu og hann má ekki vanmeta.

Spá: Diaz er seigur, hann ætti að endast nokkrar lotur en ef McGregor fer að raða inn spörkum í þennan langa skrokk gæti það orðið banamein Diaz. McGregor sigrar á TKO í fjórðu lotu.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular