spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent2015: Bestu uppgjafartök ársins

2015: Bestu uppgjafartök ársins

demetrious johnson kyoji horiguchi armbarVið höldum áfram að gera upp árið og skoðum nú bestu uppgjafartök ársins. Í ár sáum við mörg glæsileg tilþrif í gólfinu og var valið ekki auðvelt.

Valið fór eftir því hversu glæsilegt uppgjafartakið var og hversu þýðingarmikill sigurinn var. Hérna erum við aðallega að skoða stærstu bardagasamtökin en ekki minni og óþekktari bardagasamtök.

10.  Jake Ellenberger gegn Josh Koscheck – UFC 184

Jake Ellenberger hefur átt erfitt uppdráttar á undanförnum tveimur árum. Hans eini sigur á þessum tíma kom gegn Josh Koscheck í febrúar 2015 eftir ansi skemmtilega „north-south“ hengingu. Það er ekki oft sem þessi henging sést í MMA og fær hún því að skipa tíunda sæti listans.

<> in their welterweight fight during the UFC 189 event inside MGM Grand Garden Arena on July 11, 2015 in Las Vegas, Nevada.

9. Gunnar Nelson gegn Brandon Thatch – UFC 189

Þetta uppgjafartak var kannski ekki það flóknasta tæknilega séð en þetta var eitt það fallegasta sem Íslendingar sáu á árinu. Gunnar kýldi Thatch niður og kláraði hann svo í gólfinu með „rear naked choke“. Frábær sigur hjá okkar manni.

8. Godofredo Pepey gegn Andre Fili – UFC Fight Night: Maia vs. LaFlare

Það fór kannski ekki mikið fyrir þessum bardaga en Godofredo Pepey kláraði Andre Fili með glæsilegri fljúgandi „triangle“ hengingu.

7. Liam McGeary gegn Tito Ortiz – Bellator MMA and Glory – Dynamite 1

Liam McGeary varði léttþungavigtarbeltið sitt þegar hann sigraði Tito Ortiz með öfugri „triangle“ hengingu. Ortiz var ofan á í „side mount“ þegar McGeary tókst að læsa hengingunni. McGeary kláraði Ortiz eftir 4:41 í fyrstu lotu en þetta er í annað sinn sem hann klárar bardaga með þessari hengingu í Bellator.

6. Aljamain Sterling gegn Takeya Mizugaki – UFC on Fox: Machida vs. Rockhold

Aljamain Sterling er ósigraður og einn allra efnilegasti bardagamaðurinn í bantamvigtinni. Hann sigraði Takeya Mizugaki með öfugri „arm triangle“ hengingu (sjá hér) sem kom skemmtilega á óvart.

luke rockhold
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

5. Luke Rockhold gegn Lyoto Machida – UFC on Fox: Machida vs. Rockhold

Luke Rockhold tryggði sér titilbardagann gegn Chris Weidman með frábærum sigri á Lyoto Machida. Hann hafði óvænta yfirburði í gólfinu og hengdi svartbeltinginn Machida í 2. lotu með „rear naked choke“. Hengingin sjálf var kannski ekki stórkostlegasta henging allra tíma en sigurinn var þýðingarmikill og yfirburðir hans óvæntir.

4. Rousimar Palhares gegn Jake Shields – WSOF 22

Rousimar Palhares er auðvitað einn umdeildasti bardagamaður heims en það verður ekki tekið af honum að hann er frábær í gólfinu. Palhares sigraði Shields með „kimura“ og varð um leið sá fyrsti til að klára svartbeltinginn Jake Shields í gólfinu. Palhares hélt uppgjafartakinu of lengi eins og frægt er orðið og hlaut bann fyrir en uppgjafartakið sjálft var engu að síður glæsilegt.

palhares dirty bastard

3. Demetrious Johnson gegn Kyoji Horiguchi – UFC 186

Það tók Demetrious Johnson 24 mínútur og 59 sekúndur að klára Kyoji Horiguchi er þeir mættust í apríl. Johnson hafði yfirburði gegn Horiguchi líkt og gegn öllum andstæðingum sínum og kláraði hann með „armbar“ þegar aðeins ein sekúnda var eftir af bardaganum. Einn eftirminnilegasti sigur ársins.

2. Fabricio Werdum gegn Cain Velasquez – UFC 188

Cain Velasquez hafði ekki barist í u.þ.b. 18 mánuði þegar hann mætti Fabricio Werdum. Werdum hafði nælt sér í bráðabirgðartitil þungavigtarinnar á meðan Velasquez var meiddur með því að sigra Mark Hunt með tæknilegu rothöggi. Bardaginn fór fram hátt yfir sjávarmáli í Mexíkó og tók Werdum yfir bardagann í seinni hluta fyrstu lotu. Werdum raðaði inn höggunum standandi og hélt það sama áfram í 2. lotu þar til örþreyttur Velasquez skaut í fellu. Werdum, sem er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu, læsti „guillotine“ hengingu og kláraði Velasquez í 2. lotu. Fáir áttu von á því að Fabricio Werdum yrði þungavigtarmeistari UFC þegar honum var sparkað úr UFC en hann hefur sýnt að það má aldrei afskrifa neinn í þungavigtinni.

1. Ronda Rousey gegn Cat Zingano – UFC 184

Bardagi Rondu Rousey og Cat Zingano stóð yfir í aðeins 14 sekúndur. Zingano gerði þau mistök að vaða strax í Rousey og örskömmu síðar hafði Rousey læst „armbar“ lásnum eins og hún er svo þekkt fyrir. Rousey var fljót að grípa tækifærið og kláraði bardagann eftir aðeins 14 sekúndur. Þetta var fljótasti titilbardagi í sögu UFC þangað til Conor McGregor bætti metið með sigri á Jose Aldo. Svona „armbar“ sést ekki oft í MMA og er besta uppgjafartak ársins að okkar mati.

https://www.youtube.com/watch?v=n-B65GJKR-M

Önnur uppgjafartök sem voru nálægt því að komast á listann: Max Holloway gegn Cub Swanson, Thales Leites gegn Tim Boetsch og „guillotine“ hengingar Charles Oliveira gegn Nik Lentz og Myles Jury.

2015: Bestu bardagar ársins

2015: Stærstu fréttir ársins (Erlent)

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular